Nadal og Federer áfram | Williams úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2014 22:49 Rafael Nadal er komin áfram í 16-manna úrslitin á Wimbledon. Vísir/Getty Sjötta degi Wimbledon mótsins í tennis er lokið. Spánverjinn Rafael Nadal, sem vann Opna franska meistaramótið fyrr í mánuðinum, hafði betur gegn Mikail Kukushkin frá Kasakstan í fjórum settum; 6-7, 6-1, 6-1 og 6-1. Nadal mætir Ástralanum Nick Kyrgios í 16-manna úrslitum. Svisslendingurinn Roger Federer bar sigurorð af Kólumbíumanninum Santiago Giraldo í þremur settum; 6-3, 6-1 og 6-3. Hann mætir annað hvort Pólverjanum Jerzy Janowicz eða Spánverjanum Tommy Robredo í næstu umferð. Kanadamaðurinn Milos Raonic sigraði Pólverjann Lukasz Kubot í þremur settum; 7-6, 7-6 og 6-2. Hann leikur annað hvort gegn Japanum Kei Nishikori eða hinum ítalska Simone Bolelli í næstu umferð.Serena Williams féll úr leik fyrir Alize Cornet.Vísir/GettyÍ kvennaflokki gerðust óvæntir hlutir, en Serena Williams, fimmfaldur meistari á Wimbledon, laut í gras fyrir Alize Cornet frá Frakklandi í þremur settum; 1-6, 6-3 og 6-4, en Williams hefur ekki fallið svona snemma úr leik á Wimbledon frá árinu 2005. Cornet, sem er í 24. sæti heimslistans, mætir Eugenie Bouchard frá Kanada í fjórðu umferðinni. Þá komst hin rússneska Maria Sharapova, sem hrósaði sigri á Opna franska í byrjun mánaðarins, einnig áfram í fjórðu umferð eftir sigur á Alison Riske frá Bandaríkjunum í tveimur settum; 6-3 og 6-0. Sharapova mætir Angelique Kerber frá Þýskalandi í næstu umferð. Á morgun er frídagur, en keppni á Wimbledon hefst aftur á mánudaginn. Tennis Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Sjötta degi Wimbledon mótsins í tennis er lokið. Spánverjinn Rafael Nadal, sem vann Opna franska meistaramótið fyrr í mánuðinum, hafði betur gegn Mikail Kukushkin frá Kasakstan í fjórum settum; 6-7, 6-1, 6-1 og 6-1. Nadal mætir Ástralanum Nick Kyrgios í 16-manna úrslitum. Svisslendingurinn Roger Federer bar sigurorð af Kólumbíumanninum Santiago Giraldo í þremur settum; 6-3, 6-1 og 6-3. Hann mætir annað hvort Pólverjanum Jerzy Janowicz eða Spánverjanum Tommy Robredo í næstu umferð. Kanadamaðurinn Milos Raonic sigraði Pólverjann Lukasz Kubot í þremur settum; 7-6, 7-6 og 6-2. Hann leikur annað hvort gegn Japanum Kei Nishikori eða hinum ítalska Simone Bolelli í næstu umferð.Serena Williams féll úr leik fyrir Alize Cornet.Vísir/GettyÍ kvennaflokki gerðust óvæntir hlutir, en Serena Williams, fimmfaldur meistari á Wimbledon, laut í gras fyrir Alize Cornet frá Frakklandi í þremur settum; 1-6, 6-3 og 6-4, en Williams hefur ekki fallið svona snemma úr leik á Wimbledon frá árinu 2005. Cornet, sem er í 24. sæti heimslistans, mætir Eugenie Bouchard frá Kanada í fjórðu umferðinni. Þá komst hin rússneska Maria Sharapova, sem hrósaði sigri á Opna franska í byrjun mánaðarins, einnig áfram í fjórðu umferð eftir sigur á Alison Riske frá Bandaríkjunum í tveimur settum; 6-3 og 6-0. Sharapova mætir Angelique Kerber frá Þýskalandi í næstu umferð. Á morgun er frídagur, en keppni á Wimbledon hefst aftur á mánudaginn.
Tennis Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira