Lífið

Stolt af því að vera gift, tvíkynhneigð móðir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stephen og Anna.
Stephen og Anna. Vísir/Getty
„Ég er stolt af því að vera hamingjusamlega gift, tvíkynhneigð móðir. Hjónaband snýst um ást, ekki kyn,“ skrifar leikkonan Anna Paquin á Twitter-síðu sína í tilefni af júnímánuði sem snýst um að halda á lofti baráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender-fólks.

Anna kom út úr skápnum með tvíkynhneigð sína árið 2010, nokkrum mánuðum áður en hún gekk að eiga leikarann Stephen Moyer.

Anna og Stephen eiga tvíbura saman, soninn Charlie og dótturina Poppy, sem komu í heiminn í september árið 2012. Þá á Stephen tvö börn úr fyrra hjónabandi, soninn Billy, fæddur árið 2000, og dótturina Lilac, fædd árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.