Lífið

,,Ég ætla ekki að gefa honum eiginkonu mína"

Channing Tatum og Jonah Hill
Channing Tatum og Jonah Hill Vísir/Getty
Jonah Hill er skotinn í eiginkonu meðleikara síns úr kvikmyndinni 22 Jump Street, Channing Tatum.

Eiginkonan er leikkonan og dansarinn Jenna Dewan-Tatum, best þekkt úr myndunum Step Up.

Í viðtali við the Dan and Maz show í síðustu viku voru þeir beðnir um að segja frá því hvað þeir myndu gefa hvor öðrum í gjöf.

,,Ég get sagt ykkur hvað ég vil!" sagði Hill.

,,Ég ætla ekki að gefa honum eiginkonu mína, ekki undir neinum kringumstæðum. Það er bara ekki að fara að gerast," svaraði Tatum.

,,Ég skil ekki af hverju þetta er svona mikið mál," hélt Hill áfram.

Tatum gekk að eiga Dewan árið 2009, en parið eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina Everly Tatum í júní 2013.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.