Erlent

Páfinn segir Evrópu „þreytta“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Frans páfi gagnrýndi Evrópu fyrir að vera orðin „þreytt“ og vísaði hann til lækkandi fæðingartíðni og aukins fjölda ungs fólks sem hvorki vinnur né stundar nám. Þetta sagði hann í ræðu þegar hann heimsótti forna kirkju í Róm í dag. Sjálfboðaliðar við kirkjuna hjálpa öldruðum, innflytjendum og þurfandi í miklum mæli.

Páfinn sagði Evrópu oft á tíðum bregðast hinum eldri, með því að henda þeim til hliðar, og þeim yngri með því að skapa ekki störf fyrir ungt fólk.

„Fólk sem sér ekki um sína aldraða og unga, er fólk án framtíðar, fólk án vonar," sagði Frans páfi.

Með því að hjálpa þessum hópum væri byrjað á endurnýjun samfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×