Bosníumenn tryggðu sér sæti á HM í Katar með því að gera jafntefli, 29-29, við Ísland í Laugardalshöll á sunnudagskvöld.
Í viðtali við vefmiðilinn sport.ba segir hann hins vegar að illa hafi verið staðið að aðbúnaði Bosníumanna á meðan þeir dvöldust hér á landi.
„Íslendingar reyndust ekki góðir gestgjafar. Þvert á móti voru mótttökurnar hræðilegar,“ sagði Markovic í viðtalinu.
„Allt frá gistiaðstöðu að matnum sem okkur stóð til boða. Það var alls ekki nógu gott. Þeir hafa greinilega ekki mikið álit á okkur en þeir mega halda það sem þeir vilja.“
Hann bætti því við að hann eigi marga íslenska vini en að enginn þeirra hafi óskað sér til hamingju með HM-sætið. Aðeins Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, og að sú kveðja hafi verið bitur.
Viðtalið á sport.be má lesa hér.


