Aron: Starfið passar vel með landsliðinu 19. júní 2014 13:30 Aron Kristjánsson verður áfram landsliðsþjálfari. Vísir/getty „Ákvörðunin var endanlega tekin í síðustu viku en svo var þetta formlega klárað í dag,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í viðtali við Vísi en hann gekk frá þriggja ára samningi við danska liðið KIF Kolding í dag sem hann gerði að meisturum í vor. Aron var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í dag ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Henrik Kronborg og BilalSunam, sem stýra liðinu á sitthvorum staðnum. KIF æfir í Kaupmannahöfn annars vegar og Kolding hinsvegar.Jens Boesen, framkvæmdastjóri KIF Kolding, fór mikinn á blaðamannafundinum og hélt hálftíma einræðu áður en nokkur maður komst að. Hann kynnti nýja styrktaraðila, nýja þjálfara, nýja leikmenn og kvaddi þá sem hverfa nú á braut frá liðinu. „Þetta var hans dagur. Það er hefð hjá honum að vera með svona blaðamannafund einu sinni á ári. Hann tilkynnir ekki neitt fyrr en á þessum fundi. Það er bara gaman að þessu,“ segir Aron við Vísi. Aron var ráðinn þjálfari KIF Kolding tímabundið í febrúar þegar þáverandi þjálfari þess veiktist. Árangurinn var framúrskarandi en hann gerði það að tvöföldum meisturum í Danmörku. Eðlilega vildi liðið halda honum lengur og hefur tilboð verið lengi á borðinu.Vill halda áfram með landsliðið „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er flottur klúbbur sem mér finnst passa vel með þjálfun landsliðsins. Ég hef áhuga á að halda áfram með landsliðið þó samningurinn renni út í apríl á næsta ári. Það hefur verið umræða innan sambandsins um að framlengja hann,“ segir Aron sem hefur ekki áhyggjur af því að nýja starfið trufli hann við þjálfun íslenska landsliðsins. „Eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði finnst mér þetta passa vel saman. Ég er með sterka aðstoðarþjálfara á sitthvorum staðnum sem er hægt að nýta. Ég fann það alveg þegar ég kom heim, þrátt fyrir að hafa farið alla leið í mótunum í Danmörku og unnið báða titlana, að ég var ferskur,“ segir Aron. Undirbúningur KIF Kolding hefst 22. júlí og vonast Aron til að stjörnuleikmenn liðsins á borð við Kim Anderson og LasseBoesen verði orðnir heilir af meiðslum sínum en Aron vann titlana án þeirra sem og fleiri sterkra leikmanna sem einnig voru frá vegna meiðsla. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira
„Ákvörðunin var endanlega tekin í síðustu viku en svo var þetta formlega klárað í dag,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í viðtali við Vísi en hann gekk frá þriggja ára samningi við danska liðið KIF Kolding í dag sem hann gerði að meisturum í vor. Aron var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í dag ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Henrik Kronborg og BilalSunam, sem stýra liðinu á sitthvorum staðnum. KIF æfir í Kaupmannahöfn annars vegar og Kolding hinsvegar.Jens Boesen, framkvæmdastjóri KIF Kolding, fór mikinn á blaðamannafundinum og hélt hálftíma einræðu áður en nokkur maður komst að. Hann kynnti nýja styrktaraðila, nýja þjálfara, nýja leikmenn og kvaddi þá sem hverfa nú á braut frá liðinu. „Þetta var hans dagur. Það er hefð hjá honum að vera með svona blaðamannafund einu sinni á ári. Hann tilkynnir ekki neitt fyrr en á þessum fundi. Það er bara gaman að þessu,“ segir Aron við Vísi. Aron var ráðinn þjálfari KIF Kolding tímabundið í febrúar þegar þáverandi þjálfari þess veiktist. Árangurinn var framúrskarandi en hann gerði það að tvöföldum meisturum í Danmörku. Eðlilega vildi liðið halda honum lengur og hefur tilboð verið lengi á borðinu.Vill halda áfram með landsliðið „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er flottur klúbbur sem mér finnst passa vel með þjálfun landsliðsins. Ég hef áhuga á að halda áfram með landsliðið þó samningurinn renni út í apríl á næsta ári. Það hefur verið umræða innan sambandsins um að framlengja hann,“ segir Aron sem hefur ekki áhyggjur af því að nýja starfið trufli hann við þjálfun íslenska landsliðsins. „Eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði finnst mér þetta passa vel saman. Ég er með sterka aðstoðarþjálfara á sitthvorum staðnum sem er hægt að nýta. Ég fann það alveg þegar ég kom heim, þrátt fyrir að hafa farið alla leið í mótunum í Danmörku og unnið báða titlana, að ég var ferskur,“ segir Aron. Undirbúningur KIF Kolding hefst 22. júlí og vonast Aron til að stjörnuleikmenn liðsins á borð við Kim Anderson og LasseBoesen verði orðnir heilir af meiðslum sínum en Aron vann titlana án þeirra sem og fleiri sterkra leikmanna sem einnig voru frá vegna meiðsla.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira
Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48