Innlent

Alþýðufylkingin þakkar sínum 219 kjósendum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
Í ályktun sem framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar sendi frá sér fyrr í kvöld er þeim 219 Reykvíkingum sem greiddu henni atkvæði á laugardaginn þakkað.

„Sem kunnugt er náðum við ekki manni kjörnum í borgarstjórn en við erum ánægð með að hafa vakið athygli á stefnu okkar, félagsvæðingunni,“ segir í ályktuninni.

Þá segir að Alþýðufylkingin mun halda ótrauð áfram að koma málstaðnum á framfæri og byggja upp eina sósíalíska flokkinn á Ísland.

„Næst verðum við betur undirbúin og bjóðum áhugasömum að ganga til liðs við okkur. Látið ekki ykkar eftir liggja, sósíalisminn byggist ekki upp af sjálfu sér heldur aðeins í gegn um vinnu og baráttu, og nóg er af því framundan.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×