Lífið

Sjá píkuna sína í fyrsta sinn - MYNDBAND

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Davey Wavey setti inn auglýsingu á síðuna Craigslist fyrir nokkru síðan og auglýsti eftir konum sem hefðu aldrei séð kynfæri sín. Ætlaði Davey sér að gera myndband með konunum að skoða kynfæri sín og taka upp viðbrögð þeirra.

Nú er myndbandið komið á netið og alls ekkert kynferðislegt eða sóðalegt við það.

Davey setti upp svokallaðan „Vagina Booth“ til að tryggja að aðeins konurnar sjálfar sæju kynfæri sín en ekki þeir sem horfa á meðfylgjandi myndband.

Viðbrögð kvennanna eru ólýsanleg en ýmsar ástæður voru fyrir því að þær höfðu aldrei skoðað píkuna sína. Ein vildi til dæmis vera nunna en kærasti einnar konunnar sagði einfaldlega að píkan hennar væri ljót.

Þetta myndband þurfa allir að horfa á!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.