Lífið

Síðustu orð Tupac opinberuð: „Fuck You“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Tupac Shakur.
Tupac Shakur. Vísir/Getty
Lögreglumaðurinn Chris Carroll var fyrstur á vettvang þegar rapparinn Tupac Shakur var myrtur árið 1996. Carroll hefur nú opinberað síðustu orð rapparans vinsæla. Hann lýsir því hvernig hann kom að Tupac. „Hann leit á mig, dró andann og opnaði munninn sinn. Svo komu orðin: Fuck you,“ segir Carroll í samtali við vefsíðuna Vegas Seven.

Tupac var skotinn þann 7. september árið 1996, eftir að hafa verið að horfa á Mike Tyson boxa í Las Vegas. Eftir sex daga í dái lést hann.

Chris Carroll er sá síðasti sem heyrði hann tala. Hann var einn á vakt þegar útkallið kom.

Tupac er einn vinsælasti rappari allra tíma. Hann lést 25 ára gamall. Eftir hann liggja þrettán plötur, þar af sjö sem komu út eftir dauða hans. 

Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Dear Mama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.