Lífið

Emma Watson útskrifuð

Emma Watson fagnaði útskrift um helgina.
Emma Watson fagnaði útskrift um helgina. Vísir/Getty
Leikkonan geðþekka Emma Waston var meðal 2 þúsund útskrifanema úr Browns-háskólanum um helgina.

Watson lauk gráðu í enskum bókmenntum en hún hefur stundað háskólanám sitt samliða leiklistarferlinum undanfarin ár. 

Watson mætti í útskriftina ásamt móður sinni, Jacqueline Luesby. Lögreglukona gætti upp á öryggi leikkonunnar vinsælu í útskriftinni.

Watson skaust upp á stjörnuhimininn er hún lék Hermione Granger í Harry Potter-myndunum. Þessa dagana er hún að leika í myndinni Regression ásamt Ethan Hawke

 







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.