Lífið

John Galliano snýr aftur

John Galliano er á leiðinni til Rússlands.
John Galliano er á leiðinni til Rússlands. Vísir/Getty
Stjörnuhönnuðurinn John Galliano er kominn með nýja vinnu. Hann er listrænn stjórnandi eins stærsta snyrtivöruframleiðanda í Rússlandi, L´Etoiles, og verður með yfirumsjón með snyrtivörum og fylgihlutum fyrirtækisins. 

Galliano er spenntur fyrir nýja starfinu en merkið er með yfir 900 snyrtivörubúðir í Rússlandi og Úkraínu. 

„Þetta er spennandi tækifæri fyrir mig og ég er viss um að okkar samstarf muni hafa nýja og breytta tíma í för með sér fyrir snyrtivörunotkun rússneskra kvenna.“

Galliano fékk reisupassann hjá Dior fyrir þremur árum síðan eftir að hann kom með niðrandi ummæli í garð gyðinga á bar í París. Hann hoppaði stutt inn hjá tískuhúsi Oscar de la Renta í fyrra og margir töldu að Galliano tæki við keflinu sem yfirhönnuður af de la Renta sem er 81 árs gamall en svo fór ekki. 

Núr er hann hinsvegar kominn til Rússlands og mun eflaust taka tískuheiminn þar með trompi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.