Lífið

David Schwimmer hjálpar löggunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vinalegi leikarinn David Schwimmer hjálpaði lögreglunni í New York að rannsaka deilur sem áttu sér stað fyrir utan heimili hans í East Village í New York.

David er með öryggismyndavélar fyrir utan heimili sitt og náði því á mynd þegar upp úr sauð á milli ungs manns og transgender vændiskonu um klukkan sex á mánudagsmorgun.

Talið er að komið hafi til deilanna þegar maðurinn neitaði að borga vændiskonunni fyrir þjónustu sína og hún reyndi að stela tölvunni hans.

Maðurinn og vændiskonan rifust heiftarlega í byggingu sem eru við hliðina á heimili Davids.

Leikarinn bauð lögreglumönnum heim til sín á mánudag til að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.