Reiði á Dalvík eftir að gæsin Goggur var lituð blá Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. maí 2014 15:08 Goggur er er meðal annars blár á augnlokunum og goggnum. Íbúar á Dalvík eru reiðir eftir að gæsin Goggur var lituð blá í friðlandi Svarfdæla á föstudagskvöld. Goggur er hvekktur og hefur myndum af honum verið dreift á samfélagsmiðlunum en eigendur gæsarinnar vita ekki hvað gerðist eða hverjir voru að verki. „Strákurinn minn fann egg í fyrrasumar,“ segir Ólafur Hauksson húsasmiður í samtali við Vísi. „Hann kom með það heim og sneri því í tvo sólarhringa. Þá kom út gæsaungi sem var hér í allt fyrrasumar á lóðinni okkar.“ Í vetur var Goggi komið fyrir í nálægri sveit en í vikunni var hann sóttur á ný og fór fjölskyldan með hann í friðland Svarfdæla. „Það er bannað að skjóta þar og þarna eiga fuglar og önnur dýr að geta verið í sátt og samlyndi við þá sem þar eru. Hún er ófleyg því það var búið að stýfa af henni flugfjaðrirnar í sveitinni og við vorum að reyna að fylgjast með henni þarna í friðlandinu. Í gærdag fréttum við svo af blárri gæs. Þá fundum við hana aftur og þá var búið að spreyja hana.“Best að vera rólegur Ólafur segir gæsina hvekkta en hún er meðal annars blá á augnlokunum og goggnum. „Það er búið að reyna að þrífa hana vel. Þetta var mjög gæf gæs og það var nóg að kalla á hana. En hún er mjög hvekkt núna. Hún liggur hérna á pallinum.“ Ólafur segist ekki vita hverjir voru að verki en hann ætlar að hafa samband við náttúrufræðing á morgun og reyna að finna eitthvað til þess að hreinsa Gogg, ef það er þá hægt. „Nei ég veit ekki hvað gerðist. Ég get ekki fullyrt um það sem ég hef heyrt úti í bæ. En þetta voru engin börn held ég. Maður skilur þetta ekki, það er það eina sem ég get sagt. Þetta er náttúrulega bara ömurlegt. Maður veit ekki hvað kom fyrir eða hvað var í gangi. Fólk er búið að vera að deila þessu á Facebook og tilfinningarnar hjá fólki eru svakalegar. En það er víst langbest að vera rólegur í þessu þangað til það kemur í ljós hvað gerðist.“ Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Íbúar á Dalvík eru reiðir eftir að gæsin Goggur var lituð blá í friðlandi Svarfdæla á föstudagskvöld. Goggur er hvekktur og hefur myndum af honum verið dreift á samfélagsmiðlunum en eigendur gæsarinnar vita ekki hvað gerðist eða hverjir voru að verki. „Strákurinn minn fann egg í fyrrasumar,“ segir Ólafur Hauksson húsasmiður í samtali við Vísi. „Hann kom með það heim og sneri því í tvo sólarhringa. Þá kom út gæsaungi sem var hér í allt fyrrasumar á lóðinni okkar.“ Í vetur var Goggi komið fyrir í nálægri sveit en í vikunni var hann sóttur á ný og fór fjölskyldan með hann í friðland Svarfdæla. „Það er bannað að skjóta þar og þarna eiga fuglar og önnur dýr að geta verið í sátt og samlyndi við þá sem þar eru. Hún er ófleyg því það var búið að stýfa af henni flugfjaðrirnar í sveitinni og við vorum að reyna að fylgjast með henni þarna í friðlandinu. Í gærdag fréttum við svo af blárri gæs. Þá fundum við hana aftur og þá var búið að spreyja hana.“Best að vera rólegur Ólafur segir gæsina hvekkta en hún er meðal annars blá á augnlokunum og goggnum. „Það er búið að reyna að þrífa hana vel. Þetta var mjög gæf gæs og það var nóg að kalla á hana. En hún er mjög hvekkt núna. Hún liggur hérna á pallinum.“ Ólafur segist ekki vita hverjir voru að verki en hann ætlar að hafa samband við náttúrufræðing á morgun og reyna að finna eitthvað til þess að hreinsa Gogg, ef það er þá hægt. „Nei ég veit ekki hvað gerðist. Ég get ekki fullyrt um það sem ég hef heyrt úti í bæ. En þetta voru engin börn held ég. Maður skilur þetta ekki, það er það eina sem ég get sagt. Þetta er náttúrulega bara ömurlegt. Maður veit ekki hvað kom fyrir eða hvað var í gangi. Fólk er búið að vera að deila þessu á Facebook og tilfinningarnar hjá fólki eru svakalegar. En það er víst langbest að vera rólegur í þessu þangað til það kemur í ljós hvað gerðist.“
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira