Það skiptir ekki máli hvernig við föllum, heldur hvernig við stöndum upp! Viktor Scheving Ingvarsson skrifar 19. maí 2014 13:10 Mikil umræða og ólga hefur verið í okkar samfélagi vegna vandamála í Grunnskóla Grindavíkur. Rótin er eineltismál. Þegar málið kemur upp er það rannsakað, að því loknu liggur fyrir niðurstaða. Ekki er deilt um niðurstöðuna, heldur hvernig brugðist var við. Aðgerðaáætlun skólans í kjölfar málsins var að margra mati ófullnægjandi, þjónaði ekki þolendum og skapaði mikla óánægju og ólgu. Málið fer hátt og ratar í fjölmiðla. Því miður. Ég er stjúpfaðir þolanda í þessu máli. Margir bíða eftir því að ég tjái mig um málið. Það er ekki undarlegt, ég hef ekki að öllu leyti verið sáttur við vinnubrögð skólans í málinu. Mig langar til að segja ykkur frá minni framtíðarsýn um verklag í nákvæmlega svona málum. Þetta er ekki flókið, bara einfalt vinnulag sem kæmi í flestum tilfellum í veg fyrir að allt fari í háaloft í smærri samfélögum eða að óhugnaður eins og þöggun þrífist. Drögum lærdóm af þessu leiðinlega máli, reynum að koma í veg fyrir að það sama hendi annars staðar. En það myndi þýða breytingar á verklagi á milli ríkis og sveitarfélaga. Þegar niðurstaða lá fyrir í þessu máli, hófust vandræðin. Eðlilega bjóst ég við að heilbrigð aðgerðaáætlun fylgdi strax í kjölfar niðurstöðunnar. Því miður varð brotalöm á því og tortryggni og efsemdarfræjum sáð. Ísland er fámennt og um allt eru vensl og tengsl. Þannig var það í þessu máli. Gerandinn starfsmaður til áratuga. Lítið samfélag á í miklum erfiðleikum með mál af þessu tagi. Þau verða ofhlaðin tilfinningum. Það sannar sagan. Það þarf sterk bein til taka á svona málum og þau eru ekki alltaf til staðar. Þá er þöggunin oft lausnin. Skelfileg lausn! Hana verður að uppræta. Í þessari grein ætla ég ekki að fara frekar út í málið sjálft en ég ætla í staðinn að koma með tillögu til ykkar. Tillögu að úrlausn eineltismála þegar um er að ræða starfsmann og nemanda. Tillögu um hvernig við vinnum svona mál í framtíðinni. Tillögu sem við útfærum og kynnum menntamálaráðherra sem fyrirmynd að lagasetningu um viðbrögð við svona kringumstæðum. Tökum forystu í því hvernig á að leysa svona mál. Tillagan gengur út á það að við gerum ekki neitt, þegar fyrir liggur að starfsmaður hefur lagt barn í einelti. Þetta hljómar kannski fáránlega. En það sem ég á við er að málið fari, samkvæmt nýjum lögum, á annað stig. Við fengjum utanaðkomandi aðila til að rannsaka málið og réttast væri að óháðir aðilar í menntamálaráðuneyti færu svo yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og tækju ákvörðun um viðbrögð. Ég sæi fyrir mér að þarna yrði umboðsmaður barna, maður frá Kennarasambandinu, sál- og lögfræðingar. Þetta yrði mun betra fyrirkomulag fyrir yfirmann fræðslusviðs, skólameistara og bæjarstjórn. Auðvitað yrði fólk ekki alltaf sátt við niðurstöðu einstakra mála, en vonandi væri hún byggð á skynsemi ekki tilfinningum. Það er lykilatriði! Særindin yrðu líka örugglega minni. Fólk myndi upplifa þessa leið sem leið réttlætis. Það er verðugt markmið!Viktor Scheving Ingvarsson áhugamaður um betra mannlíf. Undirritaður er skipstjóri og situr í þriðja sæti á lista Samfylkingar í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 fréttir Tengdar fréttir „Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál" Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. 22. apríl 2014 20:00 „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 „Málinu er lokið og snýr umræddur kennari aftur til starfa“ Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. 30. apríl 2014 12:43 Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57 Snýr aftur til kennslu eftir ásakanir um einelti Ásakanirnar munu hafa verið rannsakaðar af óháðum aðilum, en niðurstöður liggja ekki fyrir. 29. apríl 2014 16:40 Þakkar þolinmæði og ást kennarans í Grindavík Eiríkur Árni Hermannsson hvetur foreldra meintra þolenda til að líta í eigin barm og spyrja sig að því hvað þeir gátu sjálfir gert betur. 13. maí 2014 12:34 „Þú ert leiðinleg, ljót og þykist vera manneskja sem er lögð í einelti“ Helga Guðný Þorgeirsdóttir segir sögu sína um einelti sem hún verður fyrir í Grindavík. 23. apríl 2014 23:55 Kennarinn sem er sakaður um að leggja í einelti: "Mannorð mitt hefur verið sundurtætt“ Grunnskólakennarinn í Grindavík sem sakaður hefur verið um að leggja nemendur sína í einelti er farinn í veikindafrí út skólaárið. "Börnin ykkar hafa ekki farið varhluta af þeim málum sem ég hef verið að stríða við undanfarna mánuði." 26. apríl 2014 16:53 Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29 Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mikil umræða og ólga hefur verið í okkar samfélagi vegna vandamála í Grunnskóla Grindavíkur. Rótin er eineltismál. Þegar málið kemur upp er það rannsakað, að því loknu liggur fyrir niðurstaða. Ekki er deilt um niðurstöðuna, heldur hvernig brugðist var við. Aðgerðaáætlun skólans í kjölfar málsins var að margra mati ófullnægjandi, þjónaði ekki þolendum og skapaði mikla óánægju og ólgu. Málið fer hátt og ratar í fjölmiðla. Því miður. Ég er stjúpfaðir þolanda í þessu máli. Margir bíða eftir því að ég tjái mig um málið. Það er ekki undarlegt, ég hef ekki að öllu leyti verið sáttur við vinnubrögð skólans í málinu. Mig langar til að segja ykkur frá minni framtíðarsýn um verklag í nákvæmlega svona málum. Þetta er ekki flókið, bara einfalt vinnulag sem kæmi í flestum tilfellum í veg fyrir að allt fari í háaloft í smærri samfélögum eða að óhugnaður eins og þöggun þrífist. Drögum lærdóm af þessu leiðinlega máli, reynum að koma í veg fyrir að það sama hendi annars staðar. En það myndi þýða breytingar á verklagi á milli ríkis og sveitarfélaga. Þegar niðurstaða lá fyrir í þessu máli, hófust vandræðin. Eðlilega bjóst ég við að heilbrigð aðgerðaáætlun fylgdi strax í kjölfar niðurstöðunnar. Því miður varð brotalöm á því og tortryggni og efsemdarfræjum sáð. Ísland er fámennt og um allt eru vensl og tengsl. Þannig var það í þessu máli. Gerandinn starfsmaður til áratuga. Lítið samfélag á í miklum erfiðleikum með mál af þessu tagi. Þau verða ofhlaðin tilfinningum. Það sannar sagan. Það þarf sterk bein til taka á svona málum og þau eru ekki alltaf til staðar. Þá er þöggunin oft lausnin. Skelfileg lausn! Hana verður að uppræta. Í þessari grein ætla ég ekki að fara frekar út í málið sjálft en ég ætla í staðinn að koma með tillögu til ykkar. Tillögu að úrlausn eineltismála þegar um er að ræða starfsmann og nemanda. Tillögu um hvernig við vinnum svona mál í framtíðinni. Tillögu sem við útfærum og kynnum menntamálaráðherra sem fyrirmynd að lagasetningu um viðbrögð við svona kringumstæðum. Tökum forystu í því hvernig á að leysa svona mál. Tillagan gengur út á það að við gerum ekki neitt, þegar fyrir liggur að starfsmaður hefur lagt barn í einelti. Þetta hljómar kannski fáránlega. En það sem ég á við er að málið fari, samkvæmt nýjum lögum, á annað stig. Við fengjum utanaðkomandi aðila til að rannsaka málið og réttast væri að óháðir aðilar í menntamálaráðuneyti færu svo yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og tækju ákvörðun um viðbrögð. Ég sæi fyrir mér að þarna yrði umboðsmaður barna, maður frá Kennarasambandinu, sál- og lögfræðingar. Þetta yrði mun betra fyrirkomulag fyrir yfirmann fræðslusviðs, skólameistara og bæjarstjórn. Auðvitað yrði fólk ekki alltaf sátt við niðurstöðu einstakra mála, en vonandi væri hún byggð á skynsemi ekki tilfinningum. Það er lykilatriði! Særindin yrðu líka örugglega minni. Fólk myndi upplifa þessa leið sem leið réttlætis. Það er verðugt markmið!Viktor Scheving Ingvarsson áhugamaður um betra mannlíf. Undirritaður er skipstjóri og situr í þriðja sæti á lista Samfylkingar í Grindavík.
„Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál" Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. 22. apríl 2014 20:00
„Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04
„Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51
„Málinu er lokið og snýr umræddur kennari aftur til starfa“ Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. 30. apríl 2014 12:43
Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57
Snýr aftur til kennslu eftir ásakanir um einelti Ásakanirnar munu hafa verið rannsakaðar af óháðum aðilum, en niðurstöður liggja ekki fyrir. 29. apríl 2014 16:40
Þakkar þolinmæði og ást kennarans í Grindavík Eiríkur Árni Hermannsson hvetur foreldra meintra þolenda til að líta í eigin barm og spyrja sig að því hvað þeir gátu sjálfir gert betur. 13. maí 2014 12:34
„Þú ert leiðinleg, ljót og þykist vera manneskja sem er lögð í einelti“ Helga Guðný Þorgeirsdóttir segir sögu sína um einelti sem hún verður fyrir í Grindavík. 23. apríl 2014 23:55
Kennarinn sem er sakaður um að leggja í einelti: "Mannorð mitt hefur verið sundurtætt“ Grunnskólakennarinn í Grindavík sem sakaður hefur verið um að leggja nemendur sína í einelti er farinn í veikindafrí út skólaárið. "Börnin ykkar hafa ekki farið varhluta af þeim málum sem ég hef verið að stríða við undanfarna mánuði." 26. apríl 2014 16:53
Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun