Lífið

Fjölmenni á EVE Fanfest um helgina

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Rósa
EVE Fanfest lýkur nú í kvöld, en einn af hápunktum hátíðarinnar, lykilfyrirlesturinn CCP presents, var nú í kvöld fyrir fullum Eldborgarsal. Samkvæmt tilkynningu frá CCP, horfðu þúsundir manna á beina útsendingu frá fyrirlestrinum og búist er við að hátt í 300 þúsund manns hafi horft á beina útsendingu frá hátíðinni í heild sinni.

Í fyrirlestrinum tilkynnti Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, ásamt nokkrum þróunarstjórum fyrirtækisins frá nokkrum nýjungum.

Þeirra á meðal eru að EVE: Online verður gefinn út á frönsku í september, en hingað til hefur EVE: Online verið gefinn út á Ensku, Rússnesku, Þýsku, Japönsku og Kínversku.

 CCP og Dark horse hafa efnt til samstarfs við útgáfu teiknimyndasagna. Sögurnar munu vera úr EVE heiminum og tengjast nýjum leik CCP, Valkyrie.

Ný útgáfa af leiknum, sem ber nafnið Kronos er í vinnslu ásamt öðrum nýjungum. Útgáfan verður gefin út þann þriðja júní, en frekar upplýsingar má sjá hér á síðu CCP.

Fjöldi manns tóku þátt í EVE: Fanfest og virtust allir skemmta sér konunglega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Framleiðsludeild CCP kynnir á hverju ári nýtt myndband sem tengist EVE heiminum á EVE Fanfest, en þau vekja gjarnan mikla athygli. Nýja myndbandið sem sýnt var nú í kvöld, má sjá hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.