Lífið

Beckham tók í spaðann á löggum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Knattspyrnugoðið David Beckham mætti á árlega Met-ballið í gær sem haldið var í Metropolitan Museum of Art í New York ásamt konu sinni Victoriu Beckham.

David og Victoria höfðu í nægu að snúast á rauða dreglinum að stilla sér upp fyrir framan ljósmyndara en David gaf sér samt tíma til að heilsa upp á tvo lögregluþjóna sem voru fyrir utan safnið.

Ef marka má myndirnar voru löggurnar í skýjunum með að hafa heilsað goðinu.

Stjörnuhjónin voru afar glæsileg á ballinu - Victoria í kjól úr eigin smiðju og David í smóking frá Ralph Lauren.

Komdu sæll og blessaður.
Alltaf smart.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.