Innlent

Fyrirlestur Jordan Belfort færður í minni sal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jordan Belfort og Jón Gunnar Geirdal.
Jordan Belfort og Jón Gunnar Geirdal. Vísir/Stefán
Bandaríkjamaðurinn Jordan Belfort kennir í dag Íslendingum sölutækni sína.

Fyrirlestur Belfort hófst í Háskólabíó klukkan tólf á hádegi. Upphaflega átti fyrirlesturinn að fara fram í stóra sal Háskólabíós sem tekur um 950 manns í sæti. Svo fór hins vegar að fyrirlesturinn fór fram í Sal 1 sem tekur 296 manns í sæti.

Jón Gunnar Geirdal, sem stendur að komu Belfort til landsins, sagði í viðtali við Vísi í lok mars að miðasala gengi mjög vel. Búið væri að selja hundruð miða sem kæmi honum á óvart.

„Hins vegar er forvitni fólks mikil og við bindum miklar vonir við að það verði mjög góð mæting,“ sagði Jón Gunnar.

Miðar á fyrirlesturinn kostuðu 40 til 50 þúsund krónur. Var miðað við hvort sæti fólks væru framarlega eða aftarlega í salnum.

Tekjur af fullum sal í Háskólabíó miðað við 45 þúsund krónur sem meðalverð á miða væru um 43 milljónir. Tekjur af fullum sal í Sal 1 miðað við sama meðalverð væru rúmar 13 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir að hluti gesta í dag hafi verið með boðsmiða.

Að loknum fyrirlestri Belfort fara gestir á þriggja klukkustunda námskeið þar sem Belfort fer yfir sölutækni sína.

Belfort, sem öðlast hefur heimsfrægð í kjölfar kvikmyndinnar Wolf of Wall Street, ferðast í dag um heiminn, flytur fyrirlestra og kynnir sölutæknina sem hann hefur einkaleyfi á.

Frá fyrirlestri Belfort í dag.Vísir/STefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán

Tengdar fréttir

Búið að selja hundruð miða á Jordan Belfort

"Það eru fyrirtæki að kaupa miða, stórar söludeildir, háskólafólk og hinir og þessir úr hinum ýmsu geirum,“ segir Jón Gunnar Geirdal sem stendur fyrir komu Jordan Belfort til Íslands í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×