Lífið

"Ég vil ekki að amma og afi sjái brjóstin mín“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Jessica Alba prýðir forsíðu tímaritsins Glamour og segir í viðtali við ritið að hún vilji ekki fækka fötum í kvikmyndum.

„Ég vil ekki að amma og afi sjái brjóstin mín. Það yrði skrýtið á jólunum. Og ég meina, ef þið horfið á myndirnar sem ég hef leikið í myndi nekt aldrei þjóna sögunni,“ segir Jessica. 

Hún segist eingöngu hafa átt tvo kærasta um ævina en hún hefur verið gift Cash Warren síðan árið 2008 og eiga þau tvö börn saman.

„Sambönd geta verið erfið. En með Cash eru engar óvæntar uppákomur lengur,“ segir leikkonan.

Forsíðan er einstaklega fögur en á myndinni er Jessica í bol frá Isabel Marant, í buxum frá Brunello Cucinelli og með eyrnalokka frá Azaara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.