Lífið

Með plástur á rauða dreglinum

Pharrell Williams með plásturinn.
Pharrell Williams með plásturinn. Vísir/Gettyimages
Söngvarinn Pharrell Williams er gjarna talinn einn af best klæddu mönnum í heimi og vekur alla jafna athygli fyrir klæðaburð. 

Engin undantekning var á því í hátíðarkvöldverði á vegum Time í gærkvöldi en kappinn smellti á sig hattinn góða en það var plásturinn á hökunni sem stal senunni. Plásturinn var hvítur með Mikka mús munstri. 

Ástæða plástursins var bóla sem söngvarinn fékk á hökuna en hann ætlaði aldeilis ekki að láta það stoppa sig að mæta á rauða dregilinn. Spurning hvort bóla hefði vakið jafn mikla athygli og plásturinn?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.