Lífið

Selur íbúðina og flytur til Ástralíu

Tónlistarkonan Védís Vantída Guðmundsdóttir er búin að setja íbúð sína á Vesturvegi í Vestmannaeyjum á sölu.

„Ég er að selja því ég er að fara til Tælands í nokkra mánuði að æfa Muay Thai en einnig til að tengjast menningunni og tungumáli betur þar sem mig hefur lengi langað það. Ákveðið púsl sem hefur vantað þar sem mamma er þaðan,“ segir Védís. Síðan liggur leið hennar til Ástralíu.

„Þar ætla ég að koma mér fyrir og finna vinnu þar við tónlist en kallinn minn er Ástrali,“ bætir Védís við en hún er í sambandi með MMA-kappanum Gokhan Turkyilmaz.

Spennandi tímar framundan hjá turtildúfunum.
Tónlistarkonuna knáu hlakkar til þessara spennandi tíma.

„Það er hollt fyrir sálina að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Svo skemmir það ekki fyrir að veðurfarið er eitthvað betra en hér.“

Íbúðin sem Védís er að selja er þriggja herbergja og er ásett verð 12,4 milljónir króna. Eignin er mikið til endurnýjuð og til dæmis nýleg snyrting, innihurðir, gólfefni og rafmagn.

Ástfangin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.