Lífið

Dolce og Gabbana fundnir sekir

Domenico Dolce og Stefano Gabbana eru sekir um að hafa svikið undan skatti, og voru í dag dæmdir í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi í réttarsal í Mílanó.



Hönnuðirnir tveir að baki tískurisans Dolce & Gabbana höfðu áður áfrýjað skilorðsbundnum dómi upp á 20 mánuði sem féll í júní í fyrra, en eftir margra klukkutíma umhugsunarfrest í dómsalnum í dag var dómurinn aðeins styttur um tvo mánuði.

Hönnuðunum tveimur er gefið að sök að hafa ekki skilað skattaskýrslum fyrir félagið Gado, sem er í eigu þeirra beggja, og er í Lúxemborg.

Ákæruvaldið heldur því fram að félagarnir hafi stofnað félagið í þeim eina tilgangi að komast hjá ítölskum skatti, árin 2004 og 2005.

Massimo Dinoia, lögfræðingur Dolce og Gabbana, sagði í samtali við Wall Street Journal að hönnuðirnir tveir væru hissa yfir dómnum, en þeir hafa allan tímann haldið fram sakleysi sínu og segjast munu áfrýja á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.