Lífið

Má bjóða þér að kaupa eyju?

Eyjan Tanera Mor þykir mjög falleg.
Eyjan Tanera Mor þykir mjög falleg. vísir/getty
Skoska eyjan Tanera Mor er til sölu fyrir tæplega tvær milljónir punda sem samsvarar tæpum 400 milljónum íslenskra króna.

Á eyjunni er að finna níu lítil hús, kaffihús, pósthús og siglingaskóla en eins og er býr enginn á eyjunni fyrir utan eina fjölskyldu.

Núverandi eigendur eyjunnar er Wilder fjölskyldan sem festi kaup á eyjunni árið 1996 og reka þar siglingaskóla fyrir börn.

Fjölskyldan finnst þó komið gott og vill leita á nýjar slóðir og auglýsir eftir kaupanda á eyjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.