Sakar rannsóknarnefnd Alþingis um ritstuld Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2014 20:00 Sagnfræðingur sem ritaði sögu SPRON fullyrðir að rannsóknarnefnd Alþingis um sparisjóðina hafi notað mikinn texta frá honum án leyfis. Hann segir þetta hreinan ritstuld og rökstyður það með samanburði á sínum texta og þeim sem er í skýrslunni. Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur er höfundur bókar um sögu SPRON sem kom út í lok síðasta árs. Hann starfaði með rannsóknarnefnd Alþingis um sparisjóðina framan af og lét nefndina frá handrit af bókinni en síðan lauk samstarfi þeirra án þess að hann hafi veitt nefndinni heimild til að nýta hugverk sín. Raunar lagði hann blátt bann við því að handrit bókar sinnar yrði notað í skýrslu nefndarinnar. Fannst eins og hann væri að lesa upp úr eigin bók Árni segir að við lestur skýrslunnar hafi hann rekið í rogastans. Á köflum hafi honum fundist sem hann væri að lesa upp úr eigin bók og segist vart hafa trúað sínum eigin augum. Í textagreiningu sem Árni vann rekur hann mörg dæmi og óbeina og beina textatöku, sem er í raun bara fínna orð yfir ritstuld. Hvort tveggja, endursagnarritstuldur og heimildastuldur, telur Árni að við eigi um vinnubrögð nefndarinnar. Hann nefnir að texta sé lítillega breytt og tilvísanir látnar standa óbreyttar. Í öðru lagi sé texta lítillega breytt og skipt er um tilvísanir. Í þriðja lagi sé texta lítillega breytt og tilvísanir teknar út.Er þetta ritstuldur? „Textataka er það. Ritstuldur er annað orð yfir það hugtak. Þannig að það má kannski segja það,“ segir Árni.Varstu reiður þegar þú sást skýrsluna? „Nei, ég var ekki reiður en ég var forviða á þessum vinnubrögðum. Þar sem þessi nefnd er búin að hafa mjög rúman tíma, næstum ótakmörkuð fjárráð og her manns í vinnu, að hún skuli ekki geta gert betur.“ Árni segir þennan ritstuld nær einsdæmi þar sem opinber nefnd eigi í hlut. „Þetta er einsdæmi meðal fræðimanna. Þetta er auðvitað þekkt meðal nemenda í menntaskóla eða gagnfræðiskóla en í hinum akademíska heimi er þetta mjög fátítt.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forseti Sögufélagsins.Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur er forseti Sögufélagsins sem gaf út bók Árna um SPRON. Stjórn Sögufélagsins hefur ákveðið að beina kvörtun til Alþingis vegna málsins. „Við viljum helst fá skýringar á því hvers vegan svona var að verki staðið og svo í framhaldi af því tökum við næstu skref,” segir Guðni.Áttu von á því að það verði höfðað mál eða krafist verði bóta frá Alþingi? „Ég veit það ekki akkúrat núna. Fyrst og fremst viljum við að það komi fram viðunandi skýringar á þessum vinnubrögðum sem eru óviðunandi, það sjá það allir sem kynna sér þetta. Við tökum svo ákvarðanir í framhaldi af því. Við viljum fá að vita af hverju málum var hagað svona.” Yfirlýsing Árna og samanburður á texta skýrslunnar og texta bókarinnar má nálgast í viðhengi. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Sagnfræðingur sem ritaði sögu SPRON fullyrðir að rannsóknarnefnd Alþingis um sparisjóðina hafi notað mikinn texta frá honum án leyfis. Hann segir þetta hreinan ritstuld og rökstyður það með samanburði á sínum texta og þeim sem er í skýrslunni. Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur er höfundur bókar um sögu SPRON sem kom út í lok síðasta árs. Hann starfaði með rannsóknarnefnd Alþingis um sparisjóðina framan af og lét nefndina frá handrit af bókinni en síðan lauk samstarfi þeirra án þess að hann hafi veitt nefndinni heimild til að nýta hugverk sín. Raunar lagði hann blátt bann við því að handrit bókar sinnar yrði notað í skýrslu nefndarinnar. Fannst eins og hann væri að lesa upp úr eigin bók Árni segir að við lestur skýrslunnar hafi hann rekið í rogastans. Á köflum hafi honum fundist sem hann væri að lesa upp úr eigin bók og segist vart hafa trúað sínum eigin augum. Í textagreiningu sem Árni vann rekur hann mörg dæmi og óbeina og beina textatöku, sem er í raun bara fínna orð yfir ritstuld. Hvort tveggja, endursagnarritstuldur og heimildastuldur, telur Árni að við eigi um vinnubrögð nefndarinnar. Hann nefnir að texta sé lítillega breytt og tilvísanir látnar standa óbreyttar. Í öðru lagi sé texta lítillega breytt og skipt er um tilvísanir. Í þriðja lagi sé texta lítillega breytt og tilvísanir teknar út.Er þetta ritstuldur? „Textataka er það. Ritstuldur er annað orð yfir það hugtak. Þannig að það má kannski segja það,“ segir Árni.Varstu reiður þegar þú sást skýrsluna? „Nei, ég var ekki reiður en ég var forviða á þessum vinnubrögðum. Þar sem þessi nefnd er búin að hafa mjög rúman tíma, næstum ótakmörkuð fjárráð og her manns í vinnu, að hún skuli ekki geta gert betur.“ Árni segir þennan ritstuld nær einsdæmi þar sem opinber nefnd eigi í hlut. „Þetta er einsdæmi meðal fræðimanna. Þetta er auðvitað þekkt meðal nemenda í menntaskóla eða gagnfræðiskóla en í hinum akademíska heimi er þetta mjög fátítt.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forseti Sögufélagsins.Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur er forseti Sögufélagsins sem gaf út bók Árna um SPRON. Stjórn Sögufélagsins hefur ákveðið að beina kvörtun til Alþingis vegna málsins. „Við viljum helst fá skýringar á því hvers vegan svona var að verki staðið og svo í framhaldi af því tökum við næstu skref,” segir Guðni.Áttu von á því að það verði höfðað mál eða krafist verði bóta frá Alþingi? „Ég veit það ekki akkúrat núna. Fyrst og fremst viljum við að það komi fram viðunandi skýringar á þessum vinnubrögðum sem eru óviðunandi, það sjá það allir sem kynna sér þetta. Við tökum svo ákvarðanir í framhaldi af því. Við viljum fá að vita af hverju málum var hagað svona.” Yfirlýsing Árna og samanburður á texta skýrslunnar og texta bókarinnar má nálgast í viðhengi.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira