Áhyggjur af auðveldu aðgengi að fíkniefnum Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2014 13:59 Vísir/Rósa Bæjarfulltrúi á Selfossi hefur miklar áhyggjur af fíkniefnaneyslu unglinga á staðnum og hversu auðvelt sé að nálgast fíkniefni. Hann segist heyra það að það sé mun auðveldara fyrir unglinga að kaupa hass heldur en bjórkippu í áfengisverslun staðarins. Yfirlögregluþjónn á staðnum segir að það sé ekki kostur að gefast upp gegn fíkniefnavandanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson ræddi við Helga Sigurð Haraldsson, bæjarfulltrúa Árborgar, og Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Selfossi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Helgi segist hafa áhyggjur af stöðu fíkniefnamála í Árborg, þegar börn og unglingar eru annars vegar og hversu auðvelt sé fyrir þennan hóp að kaupa fíkniefni. „Ég hef áhyggjur af því sem ég heyri í kringum mig, bæði hjá unglingum og öðrum, að það sé alltaf að aukast framboð af fíkniefnum og aðgengi að því sé mjög auðvelt. Það virðast vera fleiri aðilar sem eru að bjóða upp á þetta og eru á ferðinni. Ég heyrði síðast í gær sögu af því að það væri auðveldara fyrir unglinga að ná sér í gras eða fíkniefni heldur að ná sér í bjórkippu. Hann væri fljótari að ná sér í fíkniefninn. „Miðað við það sem ég heyri í kringum mig þá finnst mér málið alvarlegt og að það þurfi að grípa til aðgerða og ræða það í samfélaginu, hjá foreldrum, forráðamönnum og öðrum,“ segir Helgi. „Við erum að fást við málaflokkinn eins og við mögulega getum,“ segir Oddur Árnason. „Sannarlega vildum við hafa meiri mannskap til að takast á við þetta og við vitum að neysla hefur aukist. Ég er reyndar ekki sammála því sem hefur komið fram að það séu allir að reykja hass. Það er ekki svoleiðis.“ „Að mínum huga er það ekki kostur í stöðunni og ég hvet þá sem hafa eitthvað til málanna að leggja að standa í lappirnar og takast á við verkefnið. Þó það sé erfitt þá er það ekki kostur í stöðunni hvorki gagnvart börnunum sem að fást við þessi vandamál eða foreldra þeirra, að gefast upp,“ segir Oddur. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Bæjarfulltrúi á Selfossi hefur miklar áhyggjur af fíkniefnaneyslu unglinga á staðnum og hversu auðvelt sé að nálgast fíkniefni. Hann segist heyra það að það sé mun auðveldara fyrir unglinga að kaupa hass heldur en bjórkippu í áfengisverslun staðarins. Yfirlögregluþjónn á staðnum segir að það sé ekki kostur að gefast upp gegn fíkniefnavandanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson ræddi við Helga Sigurð Haraldsson, bæjarfulltrúa Árborgar, og Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Selfossi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Helgi segist hafa áhyggjur af stöðu fíkniefnamála í Árborg, þegar börn og unglingar eru annars vegar og hversu auðvelt sé fyrir þennan hóp að kaupa fíkniefni. „Ég hef áhyggjur af því sem ég heyri í kringum mig, bæði hjá unglingum og öðrum, að það sé alltaf að aukast framboð af fíkniefnum og aðgengi að því sé mjög auðvelt. Það virðast vera fleiri aðilar sem eru að bjóða upp á þetta og eru á ferðinni. Ég heyrði síðast í gær sögu af því að það væri auðveldara fyrir unglinga að ná sér í gras eða fíkniefni heldur að ná sér í bjórkippu. Hann væri fljótari að ná sér í fíkniefninn. „Miðað við það sem ég heyri í kringum mig þá finnst mér málið alvarlegt og að það þurfi að grípa til aðgerða og ræða það í samfélaginu, hjá foreldrum, forráðamönnum og öðrum,“ segir Helgi. „Við erum að fást við málaflokkinn eins og við mögulega getum,“ segir Oddur Árnason. „Sannarlega vildum við hafa meiri mannskap til að takast á við þetta og við vitum að neysla hefur aukist. Ég er reyndar ekki sammála því sem hefur komið fram að það séu allir að reykja hass. Það er ekki svoleiðis.“ „Að mínum huga er það ekki kostur í stöðunni og ég hvet þá sem hafa eitthvað til málanna að leggja að standa í lappirnar og takast á við verkefnið. Þó það sé erfitt þá er það ekki kostur í stöðunni hvorki gagnvart börnunum sem að fást við þessi vandamál eða foreldra þeirra, að gefast upp,“ segir Oddur.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira