Mótmæla flutningi formanns félags fanga Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2014 16:36 Vísir/Vilhelm Afstaða, félag fanga hefur sent Innanríkisráðuneytinu bréf og undirskriftalista vegna flutnings formanns félagsins til fangelsisins á Akureyri. Í bréfinu segir að Afstaða sé „nú orðið höfuðlaust vegna ákvörðunar Fangelsismálastofnunar um að flytja Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu norður til Akureyrar gegn hans vilja.“ Félagið telur að það hafi verið með ráðum gert til að brjóta á bak aftur réttindabaráráttu félagsins, sem hafi loks verið komið aftur á skrið eftir síðustu skakkaföll. „Afstaða er búin að vera nánast lömuð síðan Fangelsismálastofnun gerði nákvæmlega það sama fyrir tæpum tveimur árum þegar þáverandi formaður Afstöðu var sendur til Akureyrar með sama hætti og nú,“ segir í bréfinu.Afstaða segir samstarfsvilja Fangelsismálastofnunar ekki hafa verið fyrir hendi upp á síðkastið sem komi best fram í svari forstjórans við beiðni Afstöðu um fund með stofnuninni. „Þar sem kom skýrt fram að hann telur enga ástæðu til að eiga við okkur nein eðlileg samskipti önnur en að svara kærubréfum okkar. Svo virðist sem Páll Winkel telji að besta leiðin til að fækka kvörtunum fanga sé ekki að bæta úr hlutunum heldur að kæfa raddir þeirra sem láta í sér heyra,“ segir í bréfinu. 68 fangar á Litla-Hrauni skrifuðu undir listann sem sendur var Innanríkisráðuneytinu og óska þeir eftir því að þessi mál verði rannsökuð til hlítar af ráðuneytinu og bætt verði þar úr. Þá hefur félagið einnig lagt fram kæru til ráðuneytisins vegna þeirrar ákvörðunar fangelsismálastjóra að halda ekki reglulega fundi með Afstöðu, sem einnig gegnir hlutverki talsmanna fanga. Í kærunni kemur Afstaða á framfæri að fangar hafi veigrað sér við að bjóða sig fram í stjórn félagsins af hættu við að lenda í ónáð hjá yfirstjórn fangelsismála, eða jafnvel verða fluttir um fangelsi. „Þetta er eitthvað sem Afstaða telur ólíðandi,“ segir í kærunni.Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan:Afstaða, félag fanga sem gegnt hefur hlutverki talsmanna fanga til margra ára er nú orðið höfuðlaust vegna ákvörðunar fangelsismálastofnunar um að flytja Guðmund Inga Þóroddsson formann Afstöðu norður til Akureyrar gegn hans vilja.Afstaða telur að þetta hafi verið með ráðum gert til að brjóta á bak aftur réttindabaráttu félagsins sem nú var loks komin aftur á skrið eftir síðustu skakkaföll en Afstaða er búin að vera nánast lömuð síðan Fangelsismálastofnun gerði nákvæmlega það sama fyrir tæpum tveimur árum þegar þáverandi formaður Afstöðu var sendur til Akureyrar með sama hætti og nú.Samstarfsvilji Fangelsismálastofnunar hefur ekki verið fyrir hendi upp á síðkastið sem kom best fram í svari forstjórans við beiðni Afstöðu um fund með stofnuninni þar sem kom skýrt fram að hann telur enga ástæðu til að eiga við okkur nein eðlileg samskipti önnur en að svara kærubréfum okkar.Svo virðist sem Páll Winkel telji að besta leiðin til að fækka kvörtunum fanga sé ekki að bæta úr hlutunum heldur að kæfa raddir þeirra sem láta í sér heyra.Nú hafa allir fangar á Litla-Hrauni ákveðið að láta í sér heyra vegna þess máls eða nánar tiltekið sextíu og átta talsins og hefur undirskriftalisti verið sendur á Innanríkisráðuneytið til að bregðast við þessum gjörningi Fangelsismálastofnunar sem Afstaða lítur alvarlegum augum og okkur finnst þessi vinnubrögð í hæsta máta óeðlileg. Við óskum þess innilega að þessi mál verði rannsökuð til hlítar af ráðuneytinu ásamt því að úr þessu verði bætt hið snarasta.Virðingarfyllst:Stjórn Afstöðu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Afstaða, félag fanga hefur sent Innanríkisráðuneytinu bréf og undirskriftalista vegna flutnings formanns félagsins til fangelsisins á Akureyri. Í bréfinu segir að Afstaða sé „nú orðið höfuðlaust vegna ákvörðunar Fangelsismálastofnunar um að flytja Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu norður til Akureyrar gegn hans vilja.“ Félagið telur að það hafi verið með ráðum gert til að brjóta á bak aftur réttindabaráráttu félagsins, sem hafi loks verið komið aftur á skrið eftir síðustu skakkaföll. „Afstaða er búin að vera nánast lömuð síðan Fangelsismálastofnun gerði nákvæmlega það sama fyrir tæpum tveimur árum þegar þáverandi formaður Afstöðu var sendur til Akureyrar með sama hætti og nú,“ segir í bréfinu.Afstaða segir samstarfsvilja Fangelsismálastofnunar ekki hafa verið fyrir hendi upp á síðkastið sem komi best fram í svari forstjórans við beiðni Afstöðu um fund með stofnuninni. „Þar sem kom skýrt fram að hann telur enga ástæðu til að eiga við okkur nein eðlileg samskipti önnur en að svara kærubréfum okkar. Svo virðist sem Páll Winkel telji að besta leiðin til að fækka kvörtunum fanga sé ekki að bæta úr hlutunum heldur að kæfa raddir þeirra sem láta í sér heyra,“ segir í bréfinu. 68 fangar á Litla-Hrauni skrifuðu undir listann sem sendur var Innanríkisráðuneytinu og óska þeir eftir því að þessi mál verði rannsökuð til hlítar af ráðuneytinu og bætt verði þar úr. Þá hefur félagið einnig lagt fram kæru til ráðuneytisins vegna þeirrar ákvörðunar fangelsismálastjóra að halda ekki reglulega fundi með Afstöðu, sem einnig gegnir hlutverki talsmanna fanga. Í kærunni kemur Afstaða á framfæri að fangar hafi veigrað sér við að bjóða sig fram í stjórn félagsins af hættu við að lenda í ónáð hjá yfirstjórn fangelsismála, eða jafnvel verða fluttir um fangelsi. „Þetta er eitthvað sem Afstaða telur ólíðandi,“ segir í kærunni.Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan:Afstaða, félag fanga sem gegnt hefur hlutverki talsmanna fanga til margra ára er nú orðið höfuðlaust vegna ákvörðunar fangelsismálastofnunar um að flytja Guðmund Inga Þóroddsson formann Afstöðu norður til Akureyrar gegn hans vilja.Afstaða telur að þetta hafi verið með ráðum gert til að brjóta á bak aftur réttindabaráttu félagsins sem nú var loks komin aftur á skrið eftir síðustu skakkaföll en Afstaða er búin að vera nánast lömuð síðan Fangelsismálastofnun gerði nákvæmlega það sama fyrir tæpum tveimur árum þegar þáverandi formaður Afstöðu var sendur til Akureyrar með sama hætti og nú.Samstarfsvilji Fangelsismálastofnunar hefur ekki verið fyrir hendi upp á síðkastið sem kom best fram í svari forstjórans við beiðni Afstöðu um fund með stofnuninni þar sem kom skýrt fram að hann telur enga ástæðu til að eiga við okkur nein eðlileg samskipti önnur en að svara kærubréfum okkar.Svo virðist sem Páll Winkel telji að besta leiðin til að fækka kvörtunum fanga sé ekki að bæta úr hlutunum heldur að kæfa raddir þeirra sem láta í sér heyra.Nú hafa allir fangar á Litla-Hrauni ákveðið að láta í sér heyra vegna þess máls eða nánar tiltekið sextíu og átta talsins og hefur undirskriftalisti verið sendur á Innanríkisráðuneytið til að bregðast við þessum gjörningi Fangelsismálastofnunar sem Afstaða lítur alvarlegum augum og okkur finnst þessi vinnubrögð í hæsta máta óeðlileg. Við óskum þess innilega að þessi mál verði rannsökuð til hlítar af ráðuneytinu ásamt því að úr þessu verði bætt hið snarasta.Virðingarfyllst:Stjórn Afstöðu
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira