Tveir nýir dýrlingar Birta Björnsdóttir skrifar 27. apríl 2014 20:00 Talið er að um 800 þúsund pílagrímar hafi lagt leið sína til Rómar í dag til að fylgjast með athöfn í Vatíkaninu þar sem Frans páfi tók tvo forvera sína í starfi í dýrlingatölu. Athöfnin í dag er merkileg fyrir nokkurra hluta sakir. Í fyrsta lagi er það fáheyrt að fyrrum páfi taki þátt í athöfn af þessu tagi en Benedikt 16. varð í fyrra fyrsti páfinn í rúm 600 ár til að afsala sér tigninni sökum heilsubrests. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn sem tveir fyrrum páfar eru teknir í dýrlingatölu í einu. Páfarnir sem eftir daginn í dag teljast til dýrlinga eru annars vegar hinn pólski Jóhannes Páll 2, sem sat á páfastóli í 26 ár fram til ársins 2005. Hann sótti Ísland heim árið 1989. Hinn er Jóhannes 23. Hann fæddist á Ítalíu árið 1881 og gengdi þessu æðsta embætti kaþólsku kirkjunnar frá 1958-63. Jóhannes Páll 2. þótti um margt íhaldssamari páfi en Jóhannes 23, og vilja margir túlka ákvörðun Frans páfa um að taka þá báða í heilagra manna tölu tilraun til að sameina frjálslyndari fylkingar innan kaþólsku kirkjunnar við þá íhaldsamari. Fylgismenn Jóhannesar Páls annars fögnuðu ákaft í dag en krafan um að hann yrði tekin í heilagra manna tölu heyrðist fyrst þegar hann lá banaleguna undir slagorðinu Santo Subito, sem útlegst dýrlingur strax. Rótgrónar hefðir voru alsráðandi við athöfnina í dag. Hjá altarinu voru líkamsleifar af hinum nýju dýrlingum, blóðdropi úr Jóhannesi Páli öðrum og arða af húð Jóhannesar 23. Frans páfi minntist í ræðu þessara forvera sinna í starfi sem sinntu þessu valdamikla embætti á róstursömum tímum í mannkynsögunni. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Talið er að um 800 þúsund pílagrímar hafi lagt leið sína til Rómar í dag til að fylgjast með athöfn í Vatíkaninu þar sem Frans páfi tók tvo forvera sína í starfi í dýrlingatölu. Athöfnin í dag er merkileg fyrir nokkurra hluta sakir. Í fyrsta lagi er það fáheyrt að fyrrum páfi taki þátt í athöfn af þessu tagi en Benedikt 16. varð í fyrra fyrsti páfinn í rúm 600 ár til að afsala sér tigninni sökum heilsubrests. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn sem tveir fyrrum páfar eru teknir í dýrlingatölu í einu. Páfarnir sem eftir daginn í dag teljast til dýrlinga eru annars vegar hinn pólski Jóhannes Páll 2, sem sat á páfastóli í 26 ár fram til ársins 2005. Hann sótti Ísland heim árið 1989. Hinn er Jóhannes 23. Hann fæddist á Ítalíu árið 1881 og gengdi þessu æðsta embætti kaþólsku kirkjunnar frá 1958-63. Jóhannes Páll 2. þótti um margt íhaldssamari páfi en Jóhannes 23, og vilja margir túlka ákvörðun Frans páfa um að taka þá báða í heilagra manna tölu tilraun til að sameina frjálslyndari fylkingar innan kaþólsku kirkjunnar við þá íhaldsamari. Fylgismenn Jóhannesar Páls annars fögnuðu ákaft í dag en krafan um að hann yrði tekin í heilagra manna tölu heyrðist fyrst þegar hann lá banaleguna undir slagorðinu Santo Subito, sem útlegst dýrlingur strax. Rótgrónar hefðir voru alsráðandi við athöfnina í dag. Hjá altarinu voru líkamsleifar af hinum nýju dýrlingum, blóðdropi úr Jóhannesi Páli öðrum og arða af húð Jóhannesar 23. Frans páfi minntist í ræðu þessara forvera sinna í starfi sem sinntu þessu valdamikla embætti á róstursömum tímum í mannkynsögunni.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira