Lífið

Stefnt fyrir að vera með krabbamein

Valerie Harper
Valerie Harper Vísir/Getty
Leikkonunni Valerie Harper hefur verið stefnt af höfundi leikritsins Looped, Matthew Lombardo og framleiðendum verksins. Lombardo og félagar vilja 2 milljónir dollara frá leikkonunni, sem samsvarar tæplega 225 milljónum íslenskra króna.

Stefnan er komin til vegna þess að Harper greindi ekki frá því að hún hefði verið greind með krabbamein þegar hún hóf að vinna að verkinu árið 2010, en Harper var greind með lungnakrabbamein árið 2009 og svo síðar með heilaæxli.

Verkið Looped var sýnt árið 2010, í Lyceum-leikhúsinu í New York. Sýningin átti svo að ferðast um Bandaríkin í kjölfarið, árið 2012 og inn í 2013, en þá hrakaði heilsu Harper á meðan að á æfingum stóð.

Lombardo segir hann og framleiðendur verksins hafa orðið af um 500,000 dollurum eftir að hafa þurft að fá leikkonuna Stefanie Powers inn í hennar stað, með stuttum fyrirvara. Auk þess vilja þeir fá 1,5 milljónir dollara í skaðabætur fyrir lygarnar.

Stefnan er sett fram gegn fyrri stefnu Harpers, en hún stefndi Lombardo á dögunum fyrir að hafa ekki greitt henni að fullu samkvæmt samningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.