Lífið

Colbert tekur við af Letterman

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sprelligosinn Colbert sleikir vaxmynd af sjálfum sér.
Sprelligosinn Colbert sleikir vaxmynd af sjálfum sér. vísir/getty
Sjónvarpsmaðurinn Stephen Colbert tekur við spjallþættinum The Late Show af David Letterman á næsta ári. Sjónvarpsstöðin CBS staðfestir þetta en á dögunum tilkynnti Letterman að hann ætlaði sér á eftirlaun árið 2015.

Colbert er mörgum kunnur fyrir gamansama spjallþáttinn The Colbert Report sem hann hefur stýrt frá árinu 2005. The Late Show hefur verið í höndum Lettermans undanfarið 21 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.