Lífið

Þorvaldur Davíð heiðraður

Þorvaldur Davið leikari fékk viðurkenningu og heiðursnafnbót frá Einhverfusamtökunum á málþingi um síðustu helgi.
Þorvaldur Davið leikari fékk viðurkenningu og heiðursnafnbót frá Einhverfusamtökunum á málþingi um síðustu helgi.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari var meðal þeirra sem var heiðraður af Einhverfusamtökunum á málþingi um einhverfu sem haldið var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. 

Málþingið fór fram á Stóra sviði Borgarleikhússins og um 300 manns sóttu en mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið um einhverfu. 

Þorvaldur Davíð hlaut viðurkenninguna og heiðursnafnbótina: „Honorary Autistic Person“ fyrir túlkun sína á einhverfa drengnum Kristófer í verkinu Furðulegt háttalag hunds um nótt. Leikarinn eyddi miklum tíma með stuðningshópnum „Út úr skelinni“ til að skilja betur heim einhverfra og undibúa sig fyrir hlutverkið.

Einnig voru stuðningsfulltrúarnir Ásdís Guðmundsdóttir og Guðrún Ólafsdóttir og Borgarleikhúsið sjáft heiðrar fyrir fyrir framlag sitt til málefnisins.

 
 
 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.