Lífið

Glæsileg í gulu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Leikkonan Emma Stone geislaði í einu orði sagt á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar The Amazing Spider-Man 2 í London í gær.

Emma gekk rauða dregilinn með sínum heittelskaða, leikaranum Andrew Garfield, en þau leika aðalhlutverkin í þessari nýjustu mynd um köngulóarmanninn.

Emma er óhrædd við að klæðast litum og var í fagurgulum síðkjól frá Versace á dreglinum. Við hann var hún með skart frá David Webb, í hælum frá Christian Louboutin og með tösku frá Lanvin.

Fallegt par.
Með bleikan varalit.
Vígaleg í Versace.
Örlítið opinn í bakið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.