Lífið

Nýdönsk gerði það gott í Þýskalandi

Nýdönsk er sem ný eftir góða ferð til Berlínar
Nýdönsk er sem ný eftir góða ferð til Berlínar Mynd/Jónatan
„Berlín gerði okkur mjög gott, við náðum öllu því besta úr hópnum sem til er. Þetta var bara eins og að vera í nýrri hljómsveit. Nýja platan á eftir að koma skemmtilega á óvart,“ segir Björn Jörundur Friðbjörnsson söngvari og bassaleikari Nýdanskrar.

Hljómsveitin Nýdönsk fór til Berlínar í síðasta mánuði og hljóðritaði þar fimm ný lög en saman mynda þau fyrri hluta hljómplötunnar Diskó Berlín sem kemur út í heild sinni í september.

Fyrri hlutinn kemur út í byrjun maí en þá hefst einmitt miðasala á árlega hausttónleika Nýdanskrar í Hörpu og Hofi. Þessi nýja plata minnir kannski Delux plötuna,“ bætir Björn Jörundur við.

Kaupendur miða á tónleikana eignast þessi nýju lögin og texta sér að kostnaðarlausu auk myndefnis frá upptökutímanum.

Fyrsta lagið fór í útvarpsspilun í dag en lagið ber nafnið Uppvakningar. „Þetta er grípandi popp/rokk í Nýdönskum stíl og textinn fjallar um uppvakninga,“ segir Björn Jörundar en hann og Daníel Ágúst Harldsson sömdu textann í sameiningu og er hann með pólitísku ívafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.