Lífið

Sálarflokkurinn styrkir BUGL

Stefán Hilmarsson afhendir BUGLi síðasta spjaldið samhliða peningagjöfinni.
Stefán Hilmarsson afhendir BUGLi síðasta spjaldið samhliða peningagjöfinni. Mynd/Einkasafn
Á dögunum færði hljómsveitin Sálin hans Jóns míns Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) 250.000 krónur að gjöf. Peningarnir söfnuðust á afmælistónleikum sveitarinnar sem haldnir voru í Hörpu fyrr í vetur.

Það voru réttara sagt tónleikagestir sem styrktu málefnið með því að kaupa 50 tölusett og árituð veggspjöld. Þau urðu reyndar 51 alls og afhenti Stefán Hilmarsson BUGLi síðasta spjaldið samhliða peningagjöfinni og var þessi mynd tekin við það tækifæri.

Það er annars af Sálinni að segja, að sveitin hefur haft um sig hægt það sem af er ári, enda var afmælisárið annasamt. En á laugardaginn munu Sálverjar koma fram á Spot í Kópvogi. Þá mun Sálin troða upp á Selfossi laugardaginn 19. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.