Lífið

Dauðsfall bróður hennar leiddi til þess að hún fann ástina á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katherine Loveless og Rúrik Karl ætla ganga í það heilaga.
Katherine Loveless og Rúrik Karl ætla ganga í það heilaga.
Eftir að Katherine Loveless hafði misst bróðir sinn sökum krabbameins og lent síðan í alvarlegu bílslysi viku síðar ákvað hún að láta draum sinn rætast og ferðast til Íslands. Hér á landi fann hún ástina þegar hún kynntist ljósmyndaranum Rúrik Karli Björnssyni.

„Ég trúi því að mér hafi verið ætlað að koma hingað. Ef bróðir minn hefði ekki látist og ég hefði ekki lent í bílslysi, þá hefði ég líklega aldrei komið til Íslands,“ segir Katherine í samtali við vefsíðuna KSL.com.

„Ég trúi á örlög og það er ljóst að ég átti að koma til Íslands,“ segir Katherine sem kom hingað til lands til að sinna ástríðu sinni, ljósmyndun.

Katherine kynntist Rúrik skömmu eftir að hún kom til landsins. Ástin blómstraði strax og hann bað hennar í íshelli í Skaftafelli.

Myndir og myndband af bónorði Rúriks hafa gengið eins og eldur um sinu á veraldarvefnum en myndbandið má sjá hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.