Lífið

Alexander Wang hannar fyrir H&M

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Alexander Wang hefur notið mikilla vinsælda sem fatahönnuður.
Alexander Wang hefur notið mikilla vinsælda sem fatahönnuður. Vísir/Gettyimages
Alexander Wang hannar fatalínu fyrir sænsku verslanakeðjuna Hennes og Mauritz.

Þetta tilkynnti stjörnuhönnuðurinn á samskiptamiðlunum Twitter og á Instagramsíðu sinni með myndbandi. Ef marka má það er gert ráð fyrir að línan komi í búðir verslanarisans út um allan heim í nóvember á þessu ári. 

Þetta eru góðar fréttir fyrir hans fjölmörgu aðdáendur út um allan heim en Wang er einn vinsælasti hönnuðurinn í dag. Auk þess að hanna fyrir sitt eigið merki var Wang ráðinn sem listrænn stjórnandi yfir Balenciaga árið 2012 þar sem hann hefur gert góða hluti. 

Wang á heiðurinn af mörgum tískubólum sem hafa sprottið upp á undanförnum árum og eru til dæmis skór hans og töskur mjög vinsælar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.