Lífið

Sjáðu trailerinn: Heimildarmynd um íslenska reðasafnið

Bjarki Ármannsson skrifar
Hjörtur Gísli Sigurðsson, sonur Sigurðar Hjartarsonar, stýrir safninu í dag.
Hjörtur Gísli Sigurðsson, sonur Sigurðar Hjartarsonar, stýrir safninu í dag. Vísir/Pjetur
Nýtt myndbrot fyrir kvikmyndina The Final Member hefur litið dagsins í ljós en í heimildarmyndinni er fjallað um hið einstaka reðasafn Sigurðar Hjartarsonar og leit hans að fyrsta mennska getnaðarliminum fyrir safn sitt.

Í myndinni er fylgst með þeim Páli Arasyni og Bandaríkjamanninum Tom Mitchell sem keppast við að eiga fyrsta liminn sem hafður er til sýnis á safninu. 

Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið fyrir The Final Member sem frumsýnd verður þann átjánda apríl.


Tengdar fréttir

Óljóst um afdrif limsins - safnstjóri þögull sem gröfin

„Ég get hvorki játað né neitað þessu,“ svaraði Sigurður Hjartarson, safnstjóri Hins íslenska reðursafns, spurður hvort limur Páls Arasonar, hefði verið afhentur. Viðskiptablaðið greinir frá því á vef sínum að limurinn sé kominn í hendur Sigurðar.

Bandaríkjamaður á besta aldri gefur lim sinn á Reðursafnið

52 ára gamall kaupsýslumaður frá Colorado í Bandaríkjunum mun gangast undir aðgerð á næstunni. Þar verður limur hans fjarlægður og ánafnaður Reðursafninu á Húsavík í fullri reisn ásamt eistum. Vísir hefur áður sagt frá manninum sem vill láta kalla sig Tom Mitchell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.