Innlent

Barist við skógarelda í Chile

Íbúar Valparaiso flýja eldtungurnar.
Íbúar Valparaiso flýja eldtungurnar.
Rúmlega tólfundruð slökkviliðs- og lögreglumenn berjast nú við gríðarlega skógarelda í Chile. Um tvö þúsund heimili í úthverfum borgarinnar Valparaiso hafa orðið eldinum að bráð og að minnsta kosti tólf hafa látist en sumar fregnir herma að fleiri hafi farist.

Um áttaþúsund eru þegar heimililaus og talið er víst að sú tala eigi eftir að hækka. Mikill vindur er á svæðinu sem gerir slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að sögn forsta landsins Michele Bachelet en nú brennur eldurinn á um átta ferkólómetra svæði.

Sautján flugvélar aðstoða við slökkvistarfið og meiri mannskapur er á leiðinni að sögn forsetans auk þess sem lögreglan hefur verið kölluð út til þess að koma í veg fyrir rán og gripdeildir á svæðinu.

Eldurinn er talinn ógna allri borginni og hafin er vinna við að flytja vistmenn úr fangelsi borgarinnar sem er í hættu á að verða logunum að bráð. Neyðarástandi hefur einnig verið lýst yfir en það gerir hernum kleift að taka þáttí björgunarstörfunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×