Af málefnavinnu pírata og ýktri einsemd oddvita Kjartan Jónsson skrifar 15. apríl 2014 11:15 Laugardaginn 5. apríl birtist frétt á visir.is um að oddviti pírata í Reykjavík hefði verið sá eini sem mætti á málefnafund hjá pírötum í borginni þann sama dag. Síðar sama dag kom ítarlegri umfjöllun á sama miðli þar sem raktar voru ástæður þessa – fundartímanum hafði verið breytt með of litlum fyrirvara. Næsta mánudag á eftir, undir liðnum „Frá degi til dags“, kom svo stutt klausa um oddvitann einmana án útskýringa eða samhengis. Það kom mér á óvart að þetta þætti fréttnæmt – datt reyndar fyrst í hug að um einhverja Þórðargleði blaðamanns væri að ræða. En eftir smá umhugsun gat ég séð að mögulega mætti mjólka úr málinu einhverja fréttagildistutlu – píratar eru jú, samkvæmt skoðanakönnunum, að mælast með virðulegt tveggja tölustafa fylgi og mæta sterkir til leiks. Mér hefði þó fundist það metnaðarfyllri blaðamennska að grafast aðeins meira fyrir um málið – athuga hvort þetta væri einsdæmi, hvernig málefnavinnan stæði, hve margir hefðu komið að þessari vinnu, o.s.frv. Þá hefði orðið til ólík en kannski ekki eins „sexí“ frétt. Nú hef ég setið ófáa málefnafundi hjá Reykjavíkurfélagi pírata undanfarnar vikur og mánuði og telst mér til að þeir séu orðnir vel á þriðja tuginn. Þátttakendur í raunheimum telst mér að séu samtals á fimmta tuginn og enn fleiri, sé tekið tillit til framlags nokkurra þátttakenda í gegnum netið. Hygg ég að hvaða flokkur sem er væri fullsæmdur af slíkri þátttöku – en hví að skemma svona skemmtilega frétt með leiðinlegum staðreyndum? Annars er nálgun pírata í gerð stefnumála, hvort sem það er fyrir alþingis- eða bæjar- og sveitarstjórnakosningar, sú að leggja aðaláherslu á að auka skilning á sýn og sjónarhorni pírata og á aðferðafræði þeirra. Skilji maður þá nálgun; sjónarhorn gegnsæis, ábyrgðar, borgararéttinda, beins lýðræðis, o.s.frv. er hægt að sjá fyrir afstöðu pírata í hinum ýmsu og oft á tíðum ófyrirsjáanlegu málum sem geta komið upp á vettvangi stjórnmálanna. Skilji maður hvernig hjarta píratans slær, skilur maður hvernig hann sér heiminn og tekur afstöðu. Aðferðarfræðin felur í sér áherslu á opið og gagnsætt ferli – sé ferlið í lagi verður niðurstaðan „rétt“. Til þess að gera stefnuna enn aðgengilegri hefur verið lagt í mikla vinnu í að útfæra hin ýmsu svið borgarmálanna. Þá vinnu hefur þurft að vinna frá grunni – við getum ekki, eins og sumir, dustað rykið af gömlum stefnuskrám og skellt þeim fram lítt breyttum. Hluti þessarar stefnu hefur þegar verið samþykktur í kosningakerfi pírata og annar hluti hennar er nú í kosningu. Að lokum: Þeir sem hafa fundið til vorkunnar yfir einmanaleika okkar ágæta oddvita í Reykjavík geta nú andað léttar – hann er umkringdur hópi úrvalsfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 5. apríl birtist frétt á visir.is um að oddviti pírata í Reykjavík hefði verið sá eini sem mætti á málefnafund hjá pírötum í borginni þann sama dag. Síðar sama dag kom ítarlegri umfjöllun á sama miðli þar sem raktar voru ástæður þessa – fundartímanum hafði verið breytt með of litlum fyrirvara. Næsta mánudag á eftir, undir liðnum „Frá degi til dags“, kom svo stutt klausa um oddvitann einmana án útskýringa eða samhengis. Það kom mér á óvart að þetta þætti fréttnæmt – datt reyndar fyrst í hug að um einhverja Þórðargleði blaðamanns væri að ræða. En eftir smá umhugsun gat ég séð að mögulega mætti mjólka úr málinu einhverja fréttagildistutlu – píratar eru jú, samkvæmt skoðanakönnunum, að mælast með virðulegt tveggja tölustafa fylgi og mæta sterkir til leiks. Mér hefði þó fundist það metnaðarfyllri blaðamennska að grafast aðeins meira fyrir um málið – athuga hvort þetta væri einsdæmi, hvernig málefnavinnan stæði, hve margir hefðu komið að þessari vinnu, o.s.frv. Þá hefði orðið til ólík en kannski ekki eins „sexí“ frétt. Nú hef ég setið ófáa málefnafundi hjá Reykjavíkurfélagi pírata undanfarnar vikur og mánuði og telst mér til að þeir séu orðnir vel á þriðja tuginn. Þátttakendur í raunheimum telst mér að séu samtals á fimmta tuginn og enn fleiri, sé tekið tillit til framlags nokkurra þátttakenda í gegnum netið. Hygg ég að hvaða flokkur sem er væri fullsæmdur af slíkri þátttöku – en hví að skemma svona skemmtilega frétt með leiðinlegum staðreyndum? Annars er nálgun pírata í gerð stefnumála, hvort sem það er fyrir alþingis- eða bæjar- og sveitarstjórnakosningar, sú að leggja aðaláherslu á að auka skilning á sýn og sjónarhorni pírata og á aðferðafræði þeirra. Skilji maður þá nálgun; sjónarhorn gegnsæis, ábyrgðar, borgararéttinda, beins lýðræðis, o.s.frv. er hægt að sjá fyrir afstöðu pírata í hinum ýmsu og oft á tíðum ófyrirsjáanlegu málum sem geta komið upp á vettvangi stjórnmálanna. Skilji maður hvernig hjarta píratans slær, skilur maður hvernig hann sér heiminn og tekur afstöðu. Aðferðarfræðin felur í sér áherslu á opið og gagnsætt ferli – sé ferlið í lagi verður niðurstaðan „rétt“. Til þess að gera stefnuna enn aðgengilegri hefur verið lagt í mikla vinnu í að útfæra hin ýmsu svið borgarmálanna. Þá vinnu hefur þurft að vinna frá grunni – við getum ekki, eins og sumir, dustað rykið af gömlum stefnuskrám og skellt þeim fram lítt breyttum. Hluti þessarar stefnu hefur þegar verið samþykktur í kosningakerfi pírata og annar hluti hennar er nú í kosningu. Að lokum: Þeir sem hafa fundið til vorkunnar yfir einmanaleika okkar ágæta oddvita í Reykjavík geta nú andað léttar – hann er umkringdur hópi úrvalsfólks.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun