Af málefnavinnu pírata og ýktri einsemd oddvita Kjartan Jónsson skrifar 15. apríl 2014 11:15 Laugardaginn 5. apríl birtist frétt á visir.is um að oddviti pírata í Reykjavík hefði verið sá eini sem mætti á málefnafund hjá pírötum í borginni þann sama dag. Síðar sama dag kom ítarlegri umfjöllun á sama miðli þar sem raktar voru ástæður þessa – fundartímanum hafði verið breytt með of litlum fyrirvara. Næsta mánudag á eftir, undir liðnum „Frá degi til dags“, kom svo stutt klausa um oddvitann einmana án útskýringa eða samhengis. Það kom mér á óvart að þetta þætti fréttnæmt – datt reyndar fyrst í hug að um einhverja Þórðargleði blaðamanns væri að ræða. En eftir smá umhugsun gat ég séð að mögulega mætti mjólka úr málinu einhverja fréttagildistutlu – píratar eru jú, samkvæmt skoðanakönnunum, að mælast með virðulegt tveggja tölustafa fylgi og mæta sterkir til leiks. Mér hefði þó fundist það metnaðarfyllri blaðamennska að grafast aðeins meira fyrir um málið – athuga hvort þetta væri einsdæmi, hvernig málefnavinnan stæði, hve margir hefðu komið að þessari vinnu, o.s.frv. Þá hefði orðið til ólík en kannski ekki eins „sexí“ frétt. Nú hef ég setið ófáa málefnafundi hjá Reykjavíkurfélagi pírata undanfarnar vikur og mánuði og telst mér til að þeir séu orðnir vel á þriðja tuginn. Þátttakendur í raunheimum telst mér að séu samtals á fimmta tuginn og enn fleiri, sé tekið tillit til framlags nokkurra þátttakenda í gegnum netið. Hygg ég að hvaða flokkur sem er væri fullsæmdur af slíkri þátttöku – en hví að skemma svona skemmtilega frétt með leiðinlegum staðreyndum? Annars er nálgun pírata í gerð stefnumála, hvort sem það er fyrir alþingis- eða bæjar- og sveitarstjórnakosningar, sú að leggja aðaláherslu á að auka skilning á sýn og sjónarhorni pírata og á aðferðafræði þeirra. Skilji maður þá nálgun; sjónarhorn gegnsæis, ábyrgðar, borgararéttinda, beins lýðræðis, o.s.frv. er hægt að sjá fyrir afstöðu pírata í hinum ýmsu og oft á tíðum ófyrirsjáanlegu málum sem geta komið upp á vettvangi stjórnmálanna. Skilji maður hvernig hjarta píratans slær, skilur maður hvernig hann sér heiminn og tekur afstöðu. Aðferðarfræðin felur í sér áherslu á opið og gagnsætt ferli – sé ferlið í lagi verður niðurstaðan „rétt“. Til þess að gera stefnuna enn aðgengilegri hefur verið lagt í mikla vinnu í að útfæra hin ýmsu svið borgarmálanna. Þá vinnu hefur þurft að vinna frá grunni – við getum ekki, eins og sumir, dustað rykið af gömlum stefnuskrám og skellt þeim fram lítt breyttum. Hluti þessarar stefnu hefur þegar verið samþykktur í kosningakerfi pírata og annar hluti hennar er nú í kosningu. Að lokum: Þeir sem hafa fundið til vorkunnar yfir einmanaleika okkar ágæta oddvita í Reykjavík geta nú andað léttar – hann er umkringdur hópi úrvalsfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Laugardaginn 5. apríl birtist frétt á visir.is um að oddviti pírata í Reykjavík hefði verið sá eini sem mætti á málefnafund hjá pírötum í borginni þann sama dag. Síðar sama dag kom ítarlegri umfjöllun á sama miðli þar sem raktar voru ástæður þessa – fundartímanum hafði verið breytt með of litlum fyrirvara. Næsta mánudag á eftir, undir liðnum „Frá degi til dags“, kom svo stutt klausa um oddvitann einmana án útskýringa eða samhengis. Það kom mér á óvart að þetta þætti fréttnæmt – datt reyndar fyrst í hug að um einhverja Þórðargleði blaðamanns væri að ræða. En eftir smá umhugsun gat ég séð að mögulega mætti mjólka úr málinu einhverja fréttagildistutlu – píratar eru jú, samkvæmt skoðanakönnunum, að mælast með virðulegt tveggja tölustafa fylgi og mæta sterkir til leiks. Mér hefði þó fundist það metnaðarfyllri blaðamennska að grafast aðeins meira fyrir um málið – athuga hvort þetta væri einsdæmi, hvernig málefnavinnan stæði, hve margir hefðu komið að þessari vinnu, o.s.frv. Þá hefði orðið til ólík en kannski ekki eins „sexí“ frétt. Nú hef ég setið ófáa málefnafundi hjá Reykjavíkurfélagi pírata undanfarnar vikur og mánuði og telst mér til að þeir séu orðnir vel á þriðja tuginn. Þátttakendur í raunheimum telst mér að séu samtals á fimmta tuginn og enn fleiri, sé tekið tillit til framlags nokkurra þátttakenda í gegnum netið. Hygg ég að hvaða flokkur sem er væri fullsæmdur af slíkri þátttöku – en hví að skemma svona skemmtilega frétt með leiðinlegum staðreyndum? Annars er nálgun pírata í gerð stefnumála, hvort sem það er fyrir alþingis- eða bæjar- og sveitarstjórnakosningar, sú að leggja aðaláherslu á að auka skilning á sýn og sjónarhorni pírata og á aðferðafræði þeirra. Skilji maður þá nálgun; sjónarhorn gegnsæis, ábyrgðar, borgararéttinda, beins lýðræðis, o.s.frv. er hægt að sjá fyrir afstöðu pírata í hinum ýmsu og oft á tíðum ófyrirsjáanlegu málum sem geta komið upp á vettvangi stjórnmálanna. Skilji maður hvernig hjarta píratans slær, skilur maður hvernig hann sér heiminn og tekur afstöðu. Aðferðarfræðin felur í sér áherslu á opið og gagnsætt ferli – sé ferlið í lagi verður niðurstaðan „rétt“. Til þess að gera stefnuna enn aðgengilegri hefur verið lagt í mikla vinnu í að útfæra hin ýmsu svið borgarmálanna. Þá vinnu hefur þurft að vinna frá grunni – við getum ekki, eins og sumir, dustað rykið af gömlum stefnuskrám og skellt þeim fram lítt breyttum. Hluti þessarar stefnu hefur þegar verið samþykktur í kosningakerfi pírata og annar hluti hennar er nú í kosningu. Að lokum: Þeir sem hafa fundið til vorkunnar yfir einmanaleika okkar ágæta oddvita í Reykjavík geta nú andað léttar – hann er umkringdur hópi úrvalsfólks.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun