Innlent

Lögbanni á gjaldtöku á Geysi frestað

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/PJETUR
Sýslumaðurinn á Selfossi frestaði í morgun ákvörðun um að setja lögbann á innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Málinu hefur verið frestað um tíu daga eða þar til á föstudaginn í næstu viku.

Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands fyrr í vikunni var lagt fyrir sýslumanninn á Selfossi að leggja lögbann við því að gjald verði innheimt af ferðamönnum á Geysissvæðinu. Landeigendur kröfðust tryggingar vegna hagnaðarmissis sem þeir myndu verða fyrir með setningu lögbannsins.

„Aðilar sammæltust um að fresta lögbannsgerðinni,“ segir Ívar Pálsson, lögmaður ríkisins í lögbannsmáli þess gegn landeigendum á Geysissvæðinu.

„Það þýðir að staðan verður óbreytt miðað við ástandið í dag. Nú fáum við svigrúm til að ráða ráðum okkar og jafnvel ræða saman, ríkið og landeigendur. Ef vilji er fyrir hendi,“ segir Ívar.

Hann segir klárt mál að vilji sé fyrir hendi af hálfu ríkisins að ræða saman. „Ríkið er alltaf til viðræðu um málið,“ segir hann. 


Tengdar fréttir

Barnaskapur gagnvart ríkissjóði

Augljóst að ríkissjóður á slíka fjármuni að ekki þurfi að fara fram á tryggingu vegna lögbanns um innheimtu gjalds á Geysissvæðinu.

Landeigendur við Geysi krefjast tryggingar vegna hagnaðarmissis

Að meðaltali koma fimmtíu þúsund manns á mánuði, og ef gert er ráð fyrir að helmingur meðaltalsins, tuttugu og fimm þúsund manns, hafi heimsótt svæðið þann tíma sem gjaldtaka stóð, hafi landeigendur haft fimmtán milljónir upp úr krafsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×