Lambið á Wall Street Sigurður Logi Snæland skrifar 1. apríl 2014 10:20 Það er rafmagnslaust í íbúðinni minni hér í Mexíkóborg. Mér varð það á að setja örbylgjuofninn í samband án þess að slökkva fyrst á ísskápnum. Byrjendamistök. Ég bankaði hjá húsverðinum, en í stað brosmilds gamals karls mætti mér aðeins varnargelt hundsins trygga – enginn heima. Því sit ég hér með kertaljós, volgt pepsí og 53% líftíma eftir á tölvunni. Hvað er til ráða? Ég ákvað að setja Led Zeppelin á fóninn, eina af uppáhalds hljómsveitum föður míns, og ígrunda þetta ferðalag mitt sem hófst fyrir rúmum þremur vikum síðan. Ef allt gengur að óskum lýk ég meistaragráðu í rekstrarverkfræði í vor og er staddur í Mexíkó vegna lokaverkefnis míns. Hér hef ég tekið viðtöl við forstjóra stórra alþjóðafyrirtækja, með það markmið að komast að því hvernig þeir hyggjast þjálfa leiðtoga framtíðarinnar. Fólk sem mun síðar sigla skútunni um þann ólgusjó sem alþjóðlegt viðskiptaumhverfi getur verið. Eru leiðtogar framtíðarinnar bara ósvífnir úlfar með blóðbragð í munninum eða er rúm fyrir manneskjulegra viðhorf þegar stefnt er að sjálfbærum fyritækjarekstri? Það kemur vart á óvart að árangur með tilliti til fjárhagslegra mælikvarða skiptir viðmælendur mína máli. Hversu mikið jókst markaðhlutdeildin fyrir tilstilli viðkomandi? Hversu mikið var selt? Hversu mikið var sparað? Það sem vakti meiri áhuga minn er svolítið annað. Svolítið sem allir þessir forstjórar eiga sameiginlegt. Þeir ræða mikilvægi þess að finna manneskjur sem er annt um samstarfsfólk sitt, vill kynnast því á persónulegum nótum, og reyna að hjálpa því að gera betur í starfi. Hugtak sem oft kemur upp í samtölum okkar er tilfinningagreind. Google segir mér að fræðimenn á sviði tilfinningagreindar skilgreini hana sem „hæfni í að viðurkenna tilfinningar og tengsl þeirra, og geta til að byggja rökhugsun og lausnaleit á þeim grunni.“ Tilfinningagreint fólk þekkir eigin tilfinningar og annarra, hvetur sig og aðra áfram og er almennt gott í samskiptum. Ég missi stundum einbeitinguna þegar skilgreiningum er kastað fram. Tökum smá hlé. Fyrir utan húsið ýtir aldraður maður á undan sér sölubás og kallar „EL TAMALES!“ af miklum eldmóði, í von um að selja nokkrar bökur og eiga fyrir salti í grautinn. Þetta lítur ekki nógu vel út hjá honum. Ég vona að honum gangi betur í næstu götu. Þar eru færri að hugsa um tilfinningagreind, og vonandi fleiri með rafmagn. Hvers vegna skiptir þessi tiltekna greind svona miklu máli? Jú, því fyrirtæki eru öll sett saman af fólki. Fólki eins og mér og þér. Sigga ólst upp í sveit en Kári ólst upp í bænum. Stöðuheiti og peningar skipta einn máli, traust og viðurkenning skipta annan meira máli. Öll höfum við mismunandi bakgrunn, áhugamál, markmið og metnað. Í vinnunni er markmið okkar allra þó vonandi að skila góðu dagsverki, dagsverki sem fyrirtækið okkar hagnast á og eykur lífslíkur þess til lengri tíma. Það skiptir ekki máli hvar við stígum út úr lyftunni og hvar nafnið okkar er á skipuritinu – öll erum við hluti af heild sem þarf að róa í sömu átt. Heildin þarf hins vegar leiðsögn. Hljómsveitin þarf hljómsveitarstjóra, annars hljómar hún verr en sólbrunninn þriðjudagstrúbador á Tenerife. Það fellur í hlut forstjórans, framkvæmdastjóra, deildarstjóra, vakstjóra - þið vitið, allra stjóranna - að skapa andrúmsloft sem hvetur starfsfólk til dáða og dregur fram kosti hvers og eins. Andrúmsloft sem ýtir undir ánægju, metnað og nýsköpunarvilja starfsfólks. Ekki misskilja. Þegar upp er staðið er markmið flestra fyrirtækja af fjárhagslegum toga. Græða meira. En leið fyrirtækis frá upphafspunkti A að (oftast fjárhagslegu) markmiði D þarf hins vegar ekki að liggja í gegnum punkta B og C. Hún getur verið einhver allt önnur, og það skiptir svo miklu hvað gerist á leiðinni. Vissulega er hægt að ná fjárhagslegum markmiðum sem sett voru í byrjun árs, en það eitt tryggir ekki áframhaldandi velgengni fyrirtækisins. Það sem viðmælendur mínir, leiðtogar fyrirtækja sem hafa tekist á við stórar áskoranir, eru allir sammála um – er áherslan á einstaklinginn. Að skilja að til þess að byggja upp og undirbúa fyrirtæki fyrir stórar áskoranir þarftu að búa yfir starfsfólki sem líður vel, vinnur vel saman, og sýnir hvort öðru traust og virðingu. Þetta er að mínu mati gott veganesti fyrir alla sem vilja ná langt í starfi. Ég hugsa að mér muni ganga betur, og eiga fleiri tækifæri á að ná langt, ef mér finnst ég vera hluti af heild sem hefur það að markmiði að bæta hvort annað og spila á styrkleika hvers og eins. Að yfirmaður minn sé ekki aðeins stjórnandi, heldur leiðtogi. Einhver sem leiðir með góðu fordæmi og reynir að sjá starfsfólki sínu fyrir tækifærum til að vaxa sem einstaklingar, innan starfs og utan. Þannig eykst tryggð starfsfólks við fyrirtækið og líkurnar á að því takist vel að takast á við hvers kyns áskoranir og breytingar aukast til muna. Þetta vekur mig líka til umhugsunar um hvað ég get gert til þess að líða sjálfum vel og vaxa í starfi. Ef viljum við vaxa í starfi, þarf fólkið í kringnum okkur að gera það líka, því um leið og einn færist ofar í skipuritinu þarf annar að taka við. Rétt eins og í íslenska handboltalandsliðinu eiga sér kynslóðaskipti í öllum fyrirtækjum, og ég tel að einn liður í að tryggja áframhaldandi velgengni sé að huga að þeim atriðum sem hér hafa verið reifuð. Nú eru 3% eftir af líftíma tölvunnar, kertið að brenna út og pepsíið ekki lengur hæft til manneldis. Ung, metnaðarfull kona sem ég ræddi við fyrir viku síðan kom með setningu sem hefur verið mér ofarlega í huga: „Þú þarft ekki að hafa mannaforráð til að vera leiðtogi.“ Hún hafði augljóslega áttað sig á því að besta leiðin til að ná sínum eigin markmiðum er að nálgast fólk af virðingu, og hafði þannig færst upp í skipuriti fyrirtækisins á leifturhraða. Á endanum snýst þetta allt um traust og virðingu. „For peace and trust can win the day despite of all your losing,“ gargar Robert Plant sammála í sama mund og fartölvan sofnar.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er rafmagnslaust í íbúðinni minni hér í Mexíkóborg. Mér varð það á að setja örbylgjuofninn í samband án þess að slökkva fyrst á ísskápnum. Byrjendamistök. Ég bankaði hjá húsverðinum, en í stað brosmilds gamals karls mætti mér aðeins varnargelt hundsins trygga – enginn heima. Því sit ég hér með kertaljós, volgt pepsí og 53% líftíma eftir á tölvunni. Hvað er til ráða? Ég ákvað að setja Led Zeppelin á fóninn, eina af uppáhalds hljómsveitum föður míns, og ígrunda þetta ferðalag mitt sem hófst fyrir rúmum þremur vikum síðan. Ef allt gengur að óskum lýk ég meistaragráðu í rekstrarverkfræði í vor og er staddur í Mexíkó vegna lokaverkefnis míns. Hér hef ég tekið viðtöl við forstjóra stórra alþjóðafyrirtækja, með það markmið að komast að því hvernig þeir hyggjast þjálfa leiðtoga framtíðarinnar. Fólk sem mun síðar sigla skútunni um þann ólgusjó sem alþjóðlegt viðskiptaumhverfi getur verið. Eru leiðtogar framtíðarinnar bara ósvífnir úlfar með blóðbragð í munninum eða er rúm fyrir manneskjulegra viðhorf þegar stefnt er að sjálfbærum fyritækjarekstri? Það kemur vart á óvart að árangur með tilliti til fjárhagslegra mælikvarða skiptir viðmælendur mína máli. Hversu mikið jókst markaðhlutdeildin fyrir tilstilli viðkomandi? Hversu mikið var selt? Hversu mikið var sparað? Það sem vakti meiri áhuga minn er svolítið annað. Svolítið sem allir þessir forstjórar eiga sameiginlegt. Þeir ræða mikilvægi þess að finna manneskjur sem er annt um samstarfsfólk sitt, vill kynnast því á persónulegum nótum, og reyna að hjálpa því að gera betur í starfi. Hugtak sem oft kemur upp í samtölum okkar er tilfinningagreind. Google segir mér að fræðimenn á sviði tilfinningagreindar skilgreini hana sem „hæfni í að viðurkenna tilfinningar og tengsl þeirra, og geta til að byggja rökhugsun og lausnaleit á þeim grunni.“ Tilfinningagreint fólk þekkir eigin tilfinningar og annarra, hvetur sig og aðra áfram og er almennt gott í samskiptum. Ég missi stundum einbeitinguna þegar skilgreiningum er kastað fram. Tökum smá hlé. Fyrir utan húsið ýtir aldraður maður á undan sér sölubás og kallar „EL TAMALES!“ af miklum eldmóði, í von um að selja nokkrar bökur og eiga fyrir salti í grautinn. Þetta lítur ekki nógu vel út hjá honum. Ég vona að honum gangi betur í næstu götu. Þar eru færri að hugsa um tilfinningagreind, og vonandi fleiri með rafmagn. Hvers vegna skiptir þessi tiltekna greind svona miklu máli? Jú, því fyrirtæki eru öll sett saman af fólki. Fólki eins og mér og þér. Sigga ólst upp í sveit en Kári ólst upp í bænum. Stöðuheiti og peningar skipta einn máli, traust og viðurkenning skipta annan meira máli. Öll höfum við mismunandi bakgrunn, áhugamál, markmið og metnað. Í vinnunni er markmið okkar allra þó vonandi að skila góðu dagsverki, dagsverki sem fyrirtækið okkar hagnast á og eykur lífslíkur þess til lengri tíma. Það skiptir ekki máli hvar við stígum út úr lyftunni og hvar nafnið okkar er á skipuritinu – öll erum við hluti af heild sem þarf að róa í sömu átt. Heildin þarf hins vegar leiðsögn. Hljómsveitin þarf hljómsveitarstjóra, annars hljómar hún verr en sólbrunninn þriðjudagstrúbador á Tenerife. Það fellur í hlut forstjórans, framkvæmdastjóra, deildarstjóra, vakstjóra - þið vitið, allra stjóranna - að skapa andrúmsloft sem hvetur starfsfólk til dáða og dregur fram kosti hvers og eins. Andrúmsloft sem ýtir undir ánægju, metnað og nýsköpunarvilja starfsfólks. Ekki misskilja. Þegar upp er staðið er markmið flestra fyrirtækja af fjárhagslegum toga. Græða meira. En leið fyrirtækis frá upphafspunkti A að (oftast fjárhagslegu) markmiði D þarf hins vegar ekki að liggja í gegnum punkta B og C. Hún getur verið einhver allt önnur, og það skiptir svo miklu hvað gerist á leiðinni. Vissulega er hægt að ná fjárhagslegum markmiðum sem sett voru í byrjun árs, en það eitt tryggir ekki áframhaldandi velgengni fyrirtækisins. Það sem viðmælendur mínir, leiðtogar fyrirtækja sem hafa tekist á við stórar áskoranir, eru allir sammála um – er áherslan á einstaklinginn. Að skilja að til þess að byggja upp og undirbúa fyrirtæki fyrir stórar áskoranir þarftu að búa yfir starfsfólki sem líður vel, vinnur vel saman, og sýnir hvort öðru traust og virðingu. Þetta er að mínu mati gott veganesti fyrir alla sem vilja ná langt í starfi. Ég hugsa að mér muni ganga betur, og eiga fleiri tækifæri á að ná langt, ef mér finnst ég vera hluti af heild sem hefur það að markmiði að bæta hvort annað og spila á styrkleika hvers og eins. Að yfirmaður minn sé ekki aðeins stjórnandi, heldur leiðtogi. Einhver sem leiðir með góðu fordæmi og reynir að sjá starfsfólki sínu fyrir tækifærum til að vaxa sem einstaklingar, innan starfs og utan. Þannig eykst tryggð starfsfólks við fyrirtækið og líkurnar á að því takist vel að takast á við hvers kyns áskoranir og breytingar aukast til muna. Þetta vekur mig líka til umhugsunar um hvað ég get gert til þess að líða sjálfum vel og vaxa í starfi. Ef viljum við vaxa í starfi, þarf fólkið í kringnum okkur að gera það líka, því um leið og einn færist ofar í skipuritinu þarf annar að taka við. Rétt eins og í íslenska handboltalandsliðinu eiga sér kynslóðaskipti í öllum fyrirtækjum, og ég tel að einn liður í að tryggja áframhaldandi velgengni sé að huga að þeim atriðum sem hér hafa verið reifuð. Nú eru 3% eftir af líftíma tölvunnar, kertið að brenna út og pepsíið ekki lengur hæft til manneldis. Ung, metnaðarfull kona sem ég ræddi við fyrir viku síðan kom með setningu sem hefur verið mér ofarlega í huga: „Þú þarft ekki að hafa mannaforráð til að vera leiðtogi.“ Hún hafði augljóslega áttað sig á því að besta leiðin til að ná sínum eigin markmiðum er að nálgast fólk af virðingu, og hafði þannig færst upp í skipuriti fyrirtækisins á leifturhraða. Á endanum snýst þetta allt um traust og virðingu. „For peace and trust can win the day despite of all your losing,“ gargar Robert Plant sammála í sama mund og fartölvan sofnar.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun