Á erfiðum tímum langar fólk að gleðja og bæta líf annarra Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 1. apríl 2014 13:12 "Ég held að fólk gefi frekar með sér á erfiðum tímum því þá skilur fólk betur hvernig það er að eiga í erfiðleikum og langar til þess að gleðja og bæta líf annarra,“ segir Kaul. VÍSIR/GVA „Ég vil ekki kalla það vonda tíma en þetta hafa vissulega verið krefjandi tímar,“ segir Siddartha Kaul, alþjóðaforseti SOS Barnaþorpanna, um hvernig hafi gengið að reka samtökin í kjölfar efnahagskreppunnar. Eitthvað hafi verið um að fólk hætti að styðja samtökin en þó hafi verið mun minna um það en búist var við í upphafi kreppunnar. „Ég held að fólk gefi frekar með sér á erfiðum tímum því þá skilur fólk betur hvernig það er að eiga í erfiðleikum og langar til þess að gleðja og bæta líf annarra,“ segir Kaul. Kaul heimsótti Ísland um síðustu helgi í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að SOS Barnaþorp voru stofnuð hér á landi. Á þessum 25 árum hafa landsmenn styrkt starf samtakanna um 4,3 milljarða. Kaul segist þakklátur fyrir stuðninginn og að þátttaka lands og þjóðar skipti miklu fyrir samtökin. Frá Íslandi fer mest fé til Indlands þaðan sem Kaul er. Faðir Kaul stofnaði fyrsta SOS Barnaþorpið þar í landi á sjöunda áratugnum í samstarfi við Hermann Gmeiner stofnanda SOS Barnaþorpa. Fyrsta þorpið var í Greenfields og þar bjó Kaul ásamt foreldrum sínum og fjölskyldu. Hann hefur því alla tíð haft sterk tengsl við samtökin.60 prósent barna sem búa í þorpunum eiga ekki fjölskyldu Vandamál samtakanna eftir að efnahagskreppan skall hefur miklu frekar að virði peninganna sem samtökin fengu minnkaði en það að fólk hætti að styrkja samtökin. Einstaklingar og þjóðir heimsins hafi þó komið samtökunum til aðstoðar á erfiðum tímum. Því þurfti ekki að senda nein börn í burtu frá þorpunum. Fyrir það eru samtökin afar þakklát að sögn Kaul. Verkefni SOS Barnaþorpa eru hugsuð til langs tíma. „Þegar verið er að hjálpa börnum sem eiga í vanda sem börnin okkar eiga í er það ekki eitthvað sem tekur bara tvo mánuði eða tvö ár að leysa. Við erum að búa börnunum betra líf og bjartari framtíð,“ segir Kaul. 60 prósent þeirra barna sem dvelja í SOS Barnaþorpunum eiga fáa að og sum eiga jafnvel engar fjölskyldur til að styðja við bak þeirra. Kaul segir þau börn eiga erfiðara með að fóta sig á vinnumarkaðnum og því þurfi að veita þeim réttu tækifærin.Yfir 75 milljónir fólks á aldrinum 15 til 24 ára án atvinnu Um þessar mundir einblína samtökin sérstaklega á börn og fólk á aldrinum 15 til 22 ára. Aldurshópinn sem er að ljúka námi og reyna fyrir sér á vinnumarkaðnum. Mikið atvinnuleysi er meðal fólks á þessum aldri og bendir Kaul á að stór hluti fólksins sem er að koma á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn fái engin störf.Börn í þorpi samtakanna í Úkraínu.Árið 2012 voru 73,4 milljónir fólks í heiminum á aldrinum 15 til 24 ára án atvinnu samkvæmt alþjóðlegum samtökum launþega. Ári síðar var fjöldi atvinnulausra á þessum aldri orðinn 75 milljónir. Því er augljóst að sögn Kaul að talan mun ekki lækka. Við því þurfi að bregðast. Um sé að ræða fólk sem hefur fengið menntun og þjálfun til starfa. Hann segist ekki vera með neina eina lausn á þessum vanda. Huga þurfi að því að unga fólkið fái menntun og þjálfun í samræmi við þá þróun sem orðið hafi í heiminum. Að einhverju leyti hafi sumar þjóðir staðnað hvað það varðar. Kaul bendir á snjallsíma blaðamannsins til að útskýra dæmið. „Fyrir 15 árum hefðir þú tekið viðtalið upp á kassettutæki en nú tekur þú upp á símann. Sumstaðar er enn verið að kenna börnum það sama og fyrir 15 árum síðan,“ segir hann og bendir á að slíkt fólk sé ekki nógu fært til þess að takast á við nútímastörf. Innan samtakanna hafi þau þróað það námsefni og þá þjálfun sem börn fá til að aðlagast nútímanum betur. SOS Barnaþorp með þorp í Noregi Algengast er í Afríku og Asíu að börnin sem dvelja í SOS Barnaþorpunum eiga enga foreldra eða að ekki hafi tekist að hafa uppi á þeim. Vandamálin í þorpunum í Evrópu eru önnur. Þar sé meira um börn sem eigi foreldra sem geta ekki sinnt þeim og því hafi börnin verið tekin af þeim. Stundum tímabundið en í öðrum tilvikum til frambúðar. Aðspurður í hvaða löndum í Evrópu SOS Barnaþorp væru með þorp segir Kaul að það séu þorp í flestum löndum Mið-Evrópu. Fyrsta þorpið í Evrópu hafi verið sett upp í Austurríki og þar eru nú níu þorp. Hjá nágrönnum Íslendinga í Noregi er eitt þorp og segir Kaul að þegar hafi komið til umræðu að byggja annað. Þar sé samfélagið að breytast eins og annars staðar, til dæmis með fjölgun innflytjenda. „Og stundum geta foreldrar ekki hugsað um börnin sín og þá reynum við að aðstoða.“ Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
„Ég vil ekki kalla það vonda tíma en þetta hafa vissulega verið krefjandi tímar,“ segir Siddartha Kaul, alþjóðaforseti SOS Barnaþorpanna, um hvernig hafi gengið að reka samtökin í kjölfar efnahagskreppunnar. Eitthvað hafi verið um að fólk hætti að styðja samtökin en þó hafi verið mun minna um það en búist var við í upphafi kreppunnar. „Ég held að fólk gefi frekar með sér á erfiðum tímum því þá skilur fólk betur hvernig það er að eiga í erfiðleikum og langar til þess að gleðja og bæta líf annarra,“ segir Kaul. Kaul heimsótti Ísland um síðustu helgi í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að SOS Barnaþorp voru stofnuð hér á landi. Á þessum 25 árum hafa landsmenn styrkt starf samtakanna um 4,3 milljarða. Kaul segist þakklátur fyrir stuðninginn og að þátttaka lands og þjóðar skipti miklu fyrir samtökin. Frá Íslandi fer mest fé til Indlands þaðan sem Kaul er. Faðir Kaul stofnaði fyrsta SOS Barnaþorpið þar í landi á sjöunda áratugnum í samstarfi við Hermann Gmeiner stofnanda SOS Barnaþorpa. Fyrsta þorpið var í Greenfields og þar bjó Kaul ásamt foreldrum sínum og fjölskyldu. Hann hefur því alla tíð haft sterk tengsl við samtökin.60 prósent barna sem búa í þorpunum eiga ekki fjölskyldu Vandamál samtakanna eftir að efnahagskreppan skall hefur miklu frekar að virði peninganna sem samtökin fengu minnkaði en það að fólk hætti að styrkja samtökin. Einstaklingar og þjóðir heimsins hafi þó komið samtökunum til aðstoðar á erfiðum tímum. Því þurfti ekki að senda nein börn í burtu frá þorpunum. Fyrir það eru samtökin afar þakklát að sögn Kaul. Verkefni SOS Barnaþorpa eru hugsuð til langs tíma. „Þegar verið er að hjálpa börnum sem eiga í vanda sem börnin okkar eiga í er það ekki eitthvað sem tekur bara tvo mánuði eða tvö ár að leysa. Við erum að búa börnunum betra líf og bjartari framtíð,“ segir Kaul. 60 prósent þeirra barna sem dvelja í SOS Barnaþorpunum eiga fáa að og sum eiga jafnvel engar fjölskyldur til að styðja við bak þeirra. Kaul segir þau börn eiga erfiðara með að fóta sig á vinnumarkaðnum og því þurfi að veita þeim réttu tækifærin.Yfir 75 milljónir fólks á aldrinum 15 til 24 ára án atvinnu Um þessar mundir einblína samtökin sérstaklega á börn og fólk á aldrinum 15 til 22 ára. Aldurshópinn sem er að ljúka námi og reyna fyrir sér á vinnumarkaðnum. Mikið atvinnuleysi er meðal fólks á þessum aldri og bendir Kaul á að stór hluti fólksins sem er að koma á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn fái engin störf.Börn í þorpi samtakanna í Úkraínu.Árið 2012 voru 73,4 milljónir fólks í heiminum á aldrinum 15 til 24 ára án atvinnu samkvæmt alþjóðlegum samtökum launþega. Ári síðar var fjöldi atvinnulausra á þessum aldri orðinn 75 milljónir. Því er augljóst að sögn Kaul að talan mun ekki lækka. Við því þurfi að bregðast. Um sé að ræða fólk sem hefur fengið menntun og þjálfun til starfa. Hann segist ekki vera með neina eina lausn á þessum vanda. Huga þurfi að því að unga fólkið fái menntun og þjálfun í samræmi við þá þróun sem orðið hafi í heiminum. Að einhverju leyti hafi sumar þjóðir staðnað hvað það varðar. Kaul bendir á snjallsíma blaðamannsins til að útskýra dæmið. „Fyrir 15 árum hefðir þú tekið viðtalið upp á kassettutæki en nú tekur þú upp á símann. Sumstaðar er enn verið að kenna börnum það sama og fyrir 15 árum síðan,“ segir hann og bendir á að slíkt fólk sé ekki nógu fært til þess að takast á við nútímastörf. Innan samtakanna hafi þau þróað það námsefni og þá þjálfun sem börn fá til að aðlagast nútímanum betur. SOS Barnaþorp með þorp í Noregi Algengast er í Afríku og Asíu að börnin sem dvelja í SOS Barnaþorpunum eiga enga foreldra eða að ekki hafi tekist að hafa uppi á þeim. Vandamálin í þorpunum í Evrópu eru önnur. Þar sé meira um börn sem eigi foreldra sem geta ekki sinnt þeim og því hafi börnin verið tekin af þeim. Stundum tímabundið en í öðrum tilvikum til frambúðar. Aðspurður í hvaða löndum í Evrópu SOS Barnaþorp væru með þorp segir Kaul að það séu þorp í flestum löndum Mið-Evrópu. Fyrsta þorpið í Evrópu hafi verið sett upp í Austurríki og þar eru nú níu þorp. Hjá nágrönnum Íslendinga í Noregi er eitt þorp og segir Kaul að þegar hafi komið til umræðu að byggja annað. Þar sé samfélagið að breytast eins og annars staðar, til dæmis með fjölgun innflytjenda. „Og stundum geta foreldrar ekki hugsað um börnin sín og þá reynum við að aðstoða.“
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira