Lífið

Twitter-viðburður ársins hefst í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Henry Birgir Gunnarsson og Daníel Rúnarsson eru upphafsmenn Boladagsins á Íslandi.
Henry Birgir Gunnarsson og Daníel Rúnarsson eru upphafsmenn Boladagsins á Íslandi. mynd/samsett
Stærsti Twitter-viðburður ársins, Boladagur, hefst í þriðja sinn í kvöld klukkan 20:00 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá nefnd Boladagsins.

Boladagur gengur í stuttu máli út á reyna að fá einhvers konar svar frá erlendu stórstjörnunum á Twitter. Íslenskar stjörnur telja ekki með í þessum samkvæmisleik.

Keppendur nota svo kassamerkið #boladagur með tístunum sínum.

Hefur fólk farið frumlegar og stórskemmtilegar leiðir í viðleitni sinni og margir uppskorið ríkulega.

Fyrsta árið voru send um 9.000 tíst með merkingunni Boladagur en þau voru rúmlega 18.000 á síðasta ári. Það gerir tíst á 5 sekúndna fresti þá 27 tíma sem viðburðurinn var í gangi.

Rúmlega 2.000 virkir þátttakendur og áætlað að um 500 svör hafi í heildina komið frá stjörnunum.

„Það var helmingsaukning í fyrra og miðað við hversu hratt Íslendingum hefur fjölgað á Twitter verður Íslandsmetið í tísti klárlega slegið á nýjan leik. Ég trúi því að kassamerkið #boladagur muni nú setja Íslandsmet sem seint verður slegið. Þetta verður algjör sprengja," segir Henry Birgir Gunnarsson, stofnandi Boladags.

Hægt verður að fylgjast með öllu því helsta á síðunni boladagur.is en þeir sem fá svör þurfa að senda þau á boladagur@boladagur.is. Boladagur er að sjálfsögðu á Twitter undir nafninu @boladagur og þar verður einnig hægt að fylgjast með framgangi mála.

Um 20.000 manns heimsóttu síðuna boladagur.is meðan á viðburðinum stóð á síðasta ári. Á síðunni má sjá flest af því besta sem gerðist þennan dag í fyrra.

„Það verður grimm vakt á síðunni. Þar mun fólk geta séð hvaða stjörnur eru að gefa. Allt það fyndnasta sem gengur á og annað áhugavert," segir Daníel Rúnarsson, varaforseti.

Brot af stjörnum sem svöruðu Íslendingum á Boladaginn 2013: Jesus, Nick Faldo, Piers Morgan, Jason Alexander (George í Seinfeld), Ronn Moss, Katherine Kelly Lang, Patrick Duffy (Bobby Ewing), Alexi Lalas, Donald Trump, Janick Gers (Iron Maiden), Muggsy Bogues, Robert Pires, Stefan Kretzschmar, Vanilla Ice, MC Hammer, Gordon Ramsay, Jimmy Bullard, Ji Sung Park, Asafa Powell, Oscar de la Hoya, Charlie Morgan (boltastrákurinn í Swansea), Jonah Hill, Ashley Judd, Gordon Strachan, Perez Hilton og margir, margir fleiri.

Boladagur hefst klukkan 20.00 og verður venju samkvæmt blásið til leiks á Sportrásinni á Rás 2. Leikar standa fram að miðnætti daginn eftir en fólk er nú þegar byrjað að tísta eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.