Twitter-viðburður ársins hefst í kvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2014 09:40 Henry Birgir Gunnarsson og Daníel Rúnarsson eru upphafsmenn Boladagsins á Íslandi. mynd/samsett Stærsti Twitter-viðburður ársins, Boladagur, hefst í þriðja sinn í kvöld klukkan 20:00 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá nefnd Boladagsins. Boladagur gengur í stuttu máli út á reyna að fá einhvers konar svar frá erlendu stórstjörnunum á Twitter. Íslenskar stjörnur telja ekki með í þessum samkvæmisleik. Keppendur nota svo kassamerkið #boladagur með tístunum sínum. Hefur fólk farið frumlegar og stórskemmtilegar leiðir í viðleitni sinni og margir uppskorið ríkulega. Fyrsta árið voru send um 9.000 tíst með merkingunni Boladagur en þau voru rúmlega 18.000 á síðasta ári. Það gerir tíst á 5 sekúndna fresti þá 27 tíma sem viðburðurinn var í gangi. Rúmlega 2.000 virkir þátttakendur og áætlað að um 500 svör hafi í heildina komið frá stjörnunum. „Það var helmingsaukning í fyrra og miðað við hversu hratt Íslendingum hefur fjölgað á Twitter verður Íslandsmetið í tísti klárlega slegið á nýjan leik. Ég trúi því að kassamerkið #boladagur muni nú setja Íslandsmet sem seint verður slegið. Þetta verður algjör sprengja," segir Henry Birgir Gunnarsson, stofnandi Boladags. Hægt verður að fylgjast með öllu því helsta á síðunni boladagur.is en þeir sem fá svör þurfa að senda þau á boladagur@boladagur.is. Boladagur er að sjálfsögðu á Twitter undir nafninu @boladagur og þar verður einnig hægt að fylgjast með framgangi mála. Um 20.000 manns heimsóttu síðuna boladagur.is meðan á viðburðinum stóð á síðasta ári. Á síðunni má sjá flest af því besta sem gerðist þennan dag í fyrra.„Það verður grimm vakt á síðunni. Þar mun fólk geta séð hvaða stjörnur eru að gefa. Allt það fyndnasta sem gengur á og annað áhugavert," segir Daníel Rúnarsson, varaforseti. Brot af stjörnum sem svöruðu Íslendingum á Boladaginn 2013: Jesus, Nick Faldo, Piers Morgan, Jason Alexander (George í Seinfeld), Ronn Moss, Katherine Kelly Lang, Patrick Duffy (Bobby Ewing), Alexi Lalas, Donald Trump, Janick Gers (Iron Maiden), Muggsy Bogues, Robert Pires, Stefan Kretzschmar, Vanilla Ice, MC Hammer, Gordon Ramsay, Jimmy Bullard, Ji Sung Park, Asafa Powell, Oscar de la Hoya, Charlie Morgan (boltastrákurinn í Swansea), Jonah Hill, Ashley Judd, Gordon Strachan, Perez Hilton og margir, margir fleiri. Boladagur hefst klukkan 20.00 og verður venju samkvæmt blásið til leiks á Sportrásinni á Rás 2. Leikar standa fram að miðnætti daginn eftir en fólk er nú þegar byrjað að tísta eins og sjá má hér að neðan.Tweets about '#boladagur' Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Stærsti Twitter-viðburður ársins, Boladagur, hefst í þriðja sinn í kvöld klukkan 20:00 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá nefnd Boladagsins. Boladagur gengur í stuttu máli út á reyna að fá einhvers konar svar frá erlendu stórstjörnunum á Twitter. Íslenskar stjörnur telja ekki með í þessum samkvæmisleik. Keppendur nota svo kassamerkið #boladagur með tístunum sínum. Hefur fólk farið frumlegar og stórskemmtilegar leiðir í viðleitni sinni og margir uppskorið ríkulega. Fyrsta árið voru send um 9.000 tíst með merkingunni Boladagur en þau voru rúmlega 18.000 á síðasta ári. Það gerir tíst á 5 sekúndna fresti þá 27 tíma sem viðburðurinn var í gangi. Rúmlega 2.000 virkir þátttakendur og áætlað að um 500 svör hafi í heildina komið frá stjörnunum. „Það var helmingsaukning í fyrra og miðað við hversu hratt Íslendingum hefur fjölgað á Twitter verður Íslandsmetið í tísti klárlega slegið á nýjan leik. Ég trúi því að kassamerkið #boladagur muni nú setja Íslandsmet sem seint verður slegið. Þetta verður algjör sprengja," segir Henry Birgir Gunnarsson, stofnandi Boladags. Hægt verður að fylgjast með öllu því helsta á síðunni boladagur.is en þeir sem fá svör þurfa að senda þau á boladagur@boladagur.is. Boladagur er að sjálfsögðu á Twitter undir nafninu @boladagur og þar verður einnig hægt að fylgjast með framgangi mála. Um 20.000 manns heimsóttu síðuna boladagur.is meðan á viðburðinum stóð á síðasta ári. Á síðunni má sjá flest af því besta sem gerðist þennan dag í fyrra.„Það verður grimm vakt á síðunni. Þar mun fólk geta séð hvaða stjörnur eru að gefa. Allt það fyndnasta sem gengur á og annað áhugavert," segir Daníel Rúnarsson, varaforseti. Brot af stjörnum sem svöruðu Íslendingum á Boladaginn 2013: Jesus, Nick Faldo, Piers Morgan, Jason Alexander (George í Seinfeld), Ronn Moss, Katherine Kelly Lang, Patrick Duffy (Bobby Ewing), Alexi Lalas, Donald Trump, Janick Gers (Iron Maiden), Muggsy Bogues, Robert Pires, Stefan Kretzschmar, Vanilla Ice, MC Hammer, Gordon Ramsay, Jimmy Bullard, Ji Sung Park, Asafa Powell, Oscar de la Hoya, Charlie Morgan (boltastrákurinn í Swansea), Jonah Hill, Ashley Judd, Gordon Strachan, Perez Hilton og margir, margir fleiri. Boladagur hefst klukkan 20.00 og verður venju samkvæmt blásið til leiks á Sportrásinni á Rás 2. Leikar standa fram að miðnætti daginn eftir en fólk er nú þegar byrjað að tísta eins og sjá má hér að neðan.Tweets about '#boladagur'
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira