Lífið

Fannst gaman að geta sýnt hvernig þetta er gert

Baldvin Þormóðsson skrifar
Það kunna ekki allir að rýja sauðfé.
Það kunna ekki allir að rýja sauðfé. vísir/valli
Mér finnst bara æðislegt að geta bara tekið þátt í þessu og sýna fólki hvernig þetta er gert, segir Julio Guterrez, en hann sigraði rúningskeppni á KEX Hostel fyrr í dag.

Guterrez er bóndi á Hávarsstöðum í Hvalfjarðarssveit en hann er vanur rúningsmaður enda búinn að rýja sauðfé í rúmlega 30 ár.

Þetta var rosalega skemmtileg keppni'' segir Guterrez. Það eru kannski ekki margir í Reykjavík sem vita hvernig þetta er gert, segir bóndinn og bætir því við að honum hafi þótt gaman að sýna borgarbörnunum hvernig störf bóndans ganga fyrir sig.

Framkvæmdastjóri Kexland, Böðvar Guðjónsson sagði að staðurinn hefði verið troðfullur á meðan keppninni stóð.

„Hér sameinuðust bæði bændur og kúnstliðið úr 101,“ segir Böðvar. „Fólk hefur vanalega svo miklar skoðanir á öllu en þarna komu allir saman og nutu þess sem sveitin hefur upp á að bjóða,“ segir Böðvar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.