Innlent

„You Ain't Seen Nothing Yet“

Jón Júlíus Karlsson skrifar

Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar eru rétt að byrja. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á flokkráðsfundi flokksins í morgun. Hann þakkar einnig krónunni fyrir að atvinnuleysi sé minna á Íslandi en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins.

Bjarni kom víða við í ræðu sinni í Laugardalshöll í morgun. Hann minntist sérstaklega á þann árangur sem ríkisstjórnin hefði náð við að lækka skatta. Ríkisstjórnin væri búin að minnka skattbyrði einstaklinga og fyrirtækja um 25 milljarða á síðasta ári.

„Vinstri flokkarnir virðast líta svo á að óskattlagður eyrir sé tapað fé. Við erum reyndar rétt að byrja. Skattar munu lækka frekar. Eins og maðurinn sagði: 'You Ain't Seen Nothing Yet',“ sagði Bjarni í Laugardalshöll í morgun.

Einföldun á skattkerfinu sé næst á dagskrá og hefja þurfi endurskoðun á tollum hér á landi. Ofurtollar eigi að víkja. Bjarni sagði einnig að nýr kjarasamningur við framhaldsskólakennara markaði tímamót í skólamálum og fagnaði því að samningar hefðu tekist.

Þegar talið barst að evrópumálum sagði Bjarni: „Atvinnuleysi jókst í fyrra í ellefu Evrópusambandslöndum og var að meðaltali 10,6%. Ef einungis er litið til evruríkjanna þá var það enn meira. Ég leyfi mér að vekja athygli á því í samhengi við umræðuna um efnahagsmál að atvinnuleysi á Íslandi er lægra en í hverju einasta af 28 ríkjum Evrópusambandsins. Við skulum halda því til haga að þessi veruleiki er í beinu tengslum við þá ákvörðun að hafa okkar eigin gjaldmiðil.“

Nánar í myndbandinu hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.