Innlent

Fjölmargar kærur vegna kosningamisferlis í Afganistan í gær

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Forsetakosningarnar fóru fram í Afganistan í gær, en talning atkvæða stendur nú yfir.
Forsetakosningarnar fóru fram í Afganistan í gær, en talning atkvæða stendur nú yfir.
Talning atkvæða stendur yfir í Afganistan þar sem forsetakosningar fóru fram í gær.

Þetta eru sögulegar kosningar enda fyrstu lýðræðislegu forsetakosningarnar í sögu landsins.

Um sjö milljón manna greiddu atkvæði en um tólf milljón kjósendur eru í landinu.

Alls hafa borist 162 kærur vegna kosningamisferlis.

Einnig hafa borist fregnir af því að skortur hafi verið á kosningaseðlum, en einnig af ofbeldisverkum á nokkrum kjörstöðum.

Síðustu daga hafa Talibana freistað þess að trufla kosningarnar með árásum á hermenn, lögreglumenn og almenna kjósendur.

Ljóst er að nýr forseti mun sverja embættiseið í Afganistan á næstu dögum eða vikum, enda má núverandi forsti Hamid Karzai, ekki sitja þrjú kjörtímabil í röð. Alls voru átta í framboði en sjálf kosningabaráttan hefur þótt lífleg.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í yfirlýsingu í gær að kosningarnar væru sögulegur áfangi fyrir Afganistan og lýðræði almennt.

Þá hafi það verið sérstaklega ánægjulegt hversu jákvæð og fjörug kosningabaráttan var.

Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, tekur í sama streng en hann vakti athygli á því hversu öflug kjörsóknin var og fagnaði því að konur hafi verið áberandi á kjörstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×