Innlent

Karlmaður stöðvaður fyrir ofsaakstur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Tvítugur karlmaður var stöðvaður í Keflavík vegna ofsaaksturs um helgina. Á vegarkafla, þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund ók hann á 80 kílómetra hraða, meðal annars um svæði þar sem margt fólk var á ferli.

Að auki reyndist hann ekki vera með ökuskírteinið meðferðis. Hann var kærður fyrir hið síðarnefnda, auk hraðakstursins.

Sjö ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum um helgina. Öll áttu brotin sér stað á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Tveir af ökumönnunum sjö voru erlendir ferðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×