Finnar komust óvænt í undankeppni EM 2016 | Geta mætt Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 11:00 Richard Sundberg skoraði fjögur mörk. Vísir/AFP Finnland verður í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta en Finnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu fjórfalda heimsmeistara Rúmena, 62-61, í umspili um sæti í undankeppninni. Finnar töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 32-30, en unnu þann seinni á heimavelli í gær, 32-29. Þeir voru algjörlega með leikinn í höndum sér í stöðunni 30-22 en Rúmenar áttu frábæran lokakafla og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk, 31-28. Stuðningsmenn finnska liðsins í íþróttahöllinni í Karjaa gátu þó fagnað sögulegum sigri því heimamenn skoruðu eitt mark til viðbótar sem dugði til og fá Finnar nú stórþjóðir í heimsókn í undankeppninni. Það ætti ekki að minnka áhugann á íþróttinni þar í landi. Finnskur handbolti virðist vera á mikilli uppleið en besta félagsliðið þar í landi, Cocks, komst í 8 liða úrslit Áskorandabikars Evrópu eins og Vísir greindi frá fyrir nokkrum vikum. Aldrei áður hefur finnskt lið komist svo langt í Evrópukeppni. Markahæsti maður Finnlands í gær, Teemu Tamminen (8 mörk), er leikmaður Cocks sem kemur frá bænum Riihimäki. Þar má finna 10 prósent allra þeirra sem stunda handbolta í Finnlandi. Bosnía og Hersegóvína, sem Ísland mætir í sumar í umspili um sæti á HM 2015, verður einnig í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður en Bosníumenn unnu Grikki samanlagt, 55-45, í tveimur leikjum. Bæði lið verða í neðsta styrkleikaflokki ásamt Ísrael, Úkraínu, Tyrklandi og Sviss sem var þriðja liðið sem komst í undankeppnina í gegnum umspilið í gær. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki og getur því mætt annað hvort Bosníu eða Finnlandi í riðlakeppninni. EM 2016 fer fram í Póllandi 17.-31. janúar 2016 en drátturinn í undankeppni mótsins fer fram sem fyrr segir á föstudaginn klukkan 9.30.Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn:1. flokkur: Danmörk, Spánn, Króatía, Frakkland, Serbía, Ungverjaland, Slóvenía.2. flokkur: Ísland, Þýskaland, Makedónía, Rússland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland, Noregur.3. flokkur: Austurríki, Tékkland, Svartfjallaland, Slóvakía, Litháen, Portúgal, Holland.4. flokkur: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael, Lettland, Sviss, Úkraína, Tyrkland, Finnland. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Finnland verður í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta en Finnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu fjórfalda heimsmeistara Rúmena, 62-61, í umspili um sæti í undankeppninni. Finnar töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 32-30, en unnu þann seinni á heimavelli í gær, 32-29. Þeir voru algjörlega með leikinn í höndum sér í stöðunni 30-22 en Rúmenar áttu frábæran lokakafla og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk, 31-28. Stuðningsmenn finnska liðsins í íþróttahöllinni í Karjaa gátu þó fagnað sögulegum sigri því heimamenn skoruðu eitt mark til viðbótar sem dugði til og fá Finnar nú stórþjóðir í heimsókn í undankeppninni. Það ætti ekki að minnka áhugann á íþróttinni þar í landi. Finnskur handbolti virðist vera á mikilli uppleið en besta félagsliðið þar í landi, Cocks, komst í 8 liða úrslit Áskorandabikars Evrópu eins og Vísir greindi frá fyrir nokkrum vikum. Aldrei áður hefur finnskt lið komist svo langt í Evrópukeppni. Markahæsti maður Finnlands í gær, Teemu Tamminen (8 mörk), er leikmaður Cocks sem kemur frá bænum Riihimäki. Þar má finna 10 prósent allra þeirra sem stunda handbolta í Finnlandi. Bosnía og Hersegóvína, sem Ísland mætir í sumar í umspili um sæti á HM 2015, verður einnig í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður en Bosníumenn unnu Grikki samanlagt, 55-45, í tveimur leikjum. Bæði lið verða í neðsta styrkleikaflokki ásamt Ísrael, Úkraínu, Tyrklandi og Sviss sem var þriðja liðið sem komst í undankeppnina í gegnum umspilið í gær. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki og getur því mætt annað hvort Bosníu eða Finnlandi í riðlakeppninni. EM 2016 fer fram í Póllandi 17.-31. janúar 2016 en drátturinn í undankeppni mótsins fer fram sem fyrr segir á föstudaginn klukkan 9.30.Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn:1. flokkur: Danmörk, Spánn, Króatía, Frakkland, Serbía, Ungverjaland, Slóvenía.2. flokkur: Ísland, Þýskaland, Makedónía, Rússland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland, Noregur.3. flokkur: Austurríki, Tékkland, Svartfjallaland, Slóvakía, Litháen, Portúgal, Holland.4. flokkur: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael, Lettland, Sviss, Úkraína, Tyrkland, Finnland.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira