Lífið

Ofurfyrirsæta byrjuð með verðlaunaleikara

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell er byrjuð með leikaranum Michael Fassbender samkvæmt heimildum blaðsins The Sun

Michael hefur notið mikillar velgengni uppá síðkastið eftir leik sinn í Óskarsverðlaunamyndinni 12 Years a Slave.

Stutt er síðan sagt var frá því að Michael hefði átt vingott við meðleikkonu sína Lupitu Nyong'o en sú rómantík varði ekki lengi. Naomi hefur hins vegar lítið deitað síðan hún hætti með rússneska milljarðamæringnum Vladimir Deronin í maí á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.