Lífið

Ricky Gervais snýr aftur á Netflix

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Grínistinn Ricky Gervais snýr aftur í hlutverk Derek í annarri seríu af sjónvarpsþættinum Derek á Netflix þann 30. maí. Allir sex þættir seríunnar fara í sýningu þann dag.

Serían verður aðgengileg í öllum löndum þar sem Netflix er leyft nema í Bretlandi þar sem serían verður sýnd á Channel 4 eins og sú fyrri.

Í þáttaröðinni leikur Ricky Derek sem er skringilegur karakter sem vinnur á elliheimili. Í þessari nýju seríu hjálpar Derek vistmönnum í gegnum erfiða tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.